Bayern München fór örugglega áfram 8. mars 2022 21:53 Robert Lewandowski skoraði þrennu í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Þýsku meistararnir í Bayern München unnu afar sannfærandi 7-1 sigur gegn austurríska félaginu Red Bull Salzburg í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli og því ljóst að þýsku meistararnir höfðu verk að vinna. Eins og Þjóðverjum einum er lagið komu þeir sér strax að verki og tóku foyrstuna snemma leiks. Það var markamaskínan Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins á tólftu míunútu úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann var svo aftur á ferðinni á 21. mínútu, líka úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lewandowski fullkomnaði svo þrennu sína tveimur mínútum síðar þegar hann nýtti sér klaufagang í vörn gestanna og þurfti ekki að gera annað en að ýta boltanum í tímt markið. Heimamenn voru ekki alveg hætti í fyrri hálfleik því Serge Gnabry sá til þess að staðan var 4-0 í hálfleik með marki eftir hálftíma leik. Thomas Müller skoraði fimmta mark heimamanna við á 54. mínútu áður en varamaðurinn Maurits Kjaergaard kom einu sárabótamarki á leikskýrsluna fyrir Salzburg. Thomas Müller skoraði svo sjötta mark heimamanna á 83. mínútu og Leroy Sane gulltryggði 7-1 sigur þýsku meistaranna þremur mínútum síðar. Samanlagður sigur Bayern varð því 8-2 og liðið verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Þýsku meistararnir í Bayern München unnu afar sannfærandi 7-1 sigur gegn austurríska félaginu Red Bull Salzburg í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli og því ljóst að þýsku meistararnir höfðu verk að vinna. Eins og Þjóðverjum einum er lagið komu þeir sér strax að verki og tóku foyrstuna snemma leiks. Það var markamaskínan Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins á tólftu míunútu úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann var svo aftur á ferðinni á 21. mínútu, líka úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lewandowski fullkomnaði svo þrennu sína tveimur mínútum síðar þegar hann nýtti sér klaufagang í vörn gestanna og þurfti ekki að gera annað en að ýta boltanum í tímt markið. Heimamenn voru ekki alveg hætti í fyrri hálfleik því Serge Gnabry sá til þess að staðan var 4-0 í hálfleik með marki eftir hálftíma leik. Thomas Müller skoraði fimmta mark heimamanna við á 54. mínútu áður en varamaðurinn Maurits Kjaergaard kom einu sárabótamarki á leikskýrsluna fyrir Salzburg. Thomas Müller skoraði svo sjötta mark heimamanna á 83. mínútu og Leroy Sane gulltryggði 7-1 sigur þýsku meistaranna þremur mínútum síðar. Samanlagður sigur Bayern varð því 8-2 og liðið verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti