Kyssti og knúsaði kæró en enn og aftur missti pabbi af öllu saman Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 09:00 Armand Duplantis faðmaði Desiré Inglander eftir að hafa komist yfir 6,19 metra í Serbíu í gær. Getty Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis segir það hafa verið æðislegt að geta fagnað nýja heimsmetinu sínu í fyrsta sinn með kærustu sinni, fyrirsætunni Desiré Inglander. Það sé hins vegar leitt að pabbi hans hafi ekki verið viðstaddur þegar metið féll. Duplantis sló heimsmetið í stangastökki í þriðja sinn á ferlinum á móti í Serbíu í gær, með því að fara yfir 6,19 metra. Hann hafði áður slegið metið í tvígang árið 2020. Móðir Duplantis var viðstödd annað skiptið sem hann setti heimsmet en pabbi hans hefur misst af öllum þremur skiptunum. „Svolítið sorglegt fyrir hann“ „Það er svolítið sorglegt fyrir hann en hann ætlar að vera viðstaddur á HM svo þá verð ég bara að endurtaka leikinn!“ sagði Duplantis við hið sænska Aftonbladet í gær. HM innanhúss fer einmitt einnig fram í Serbíu, eftir tíu daga. Eftir að hafa komist yfir 6,19 metrana, sem Duplantis hafði beðið svo lengi eftir að ná, spratt hann til kærustunnar og fagnaði með kossum og faðmlögum. „Svo þú varst bara að hoppa yfir 6,19 metra en ég er lofthrædd?“ grínaðist Inglander á Instagram-síðu sinni og birti mynd af sér með Duplantis. View this post on Instagram A post shared by Desire Inglander (@desireinglander) „Það var fullkomið,“ sagði Duplantis í gær um að hafa getað fagnað heimsmetinu með kærustunni sinni. „Maður vill geta fagnað með þeim sem standa manni næst. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni, það eru þau sem að styðja mann mest og maður vill svo mikið gera þau stolt. Maður vill bjóða þeim upp á sýningu og ég er svo glaður yfir að Desiré skyldi fá að sjá þetta,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Duplantis sló heimsmetið í stangastökki í þriðja sinn á ferlinum á móti í Serbíu í gær, með því að fara yfir 6,19 metra. Hann hafði áður slegið metið í tvígang árið 2020. Móðir Duplantis var viðstödd annað skiptið sem hann setti heimsmet en pabbi hans hefur misst af öllum þremur skiptunum. „Svolítið sorglegt fyrir hann“ „Það er svolítið sorglegt fyrir hann en hann ætlar að vera viðstaddur á HM svo þá verð ég bara að endurtaka leikinn!“ sagði Duplantis við hið sænska Aftonbladet í gær. HM innanhúss fer einmitt einnig fram í Serbíu, eftir tíu daga. Eftir að hafa komist yfir 6,19 metrana, sem Duplantis hafði beðið svo lengi eftir að ná, spratt hann til kærustunnar og fagnaði með kossum og faðmlögum. „Svo þú varst bara að hoppa yfir 6,19 metra en ég er lofthrædd?“ grínaðist Inglander á Instagram-síðu sinni og birti mynd af sér með Duplantis. View this post on Instagram A post shared by Desire Inglander (@desireinglander) „Það var fullkomið,“ sagði Duplantis í gær um að hafa getað fagnað heimsmetinu með kærustunni sinni. „Maður vill geta fagnað með þeim sem standa manni næst. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni, það eru þau sem að styðja mann mest og maður vill svo mikið gera þau stolt. Maður vill bjóða þeim upp á sýningu og ég er svo glaður yfir að Desiré skyldi fá að sjá þetta,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira