Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. mars 2022 21:00 Miðborg Barcelona. Jorg Greuel/Getty Images Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum. Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung. Spánn Umferð Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung.
Spánn Umferð Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira