Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. mars 2022 21:00 Miðborg Barcelona. Jorg Greuel/Getty Images Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum. Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung. Spánn Umferð Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung.
Spánn Umferð Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira