Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2022 21:50 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. „Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
„Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03