Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 23:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira