Brottrekstur Rússa úr heimshagkerfinu hafi gríðarleg áhrif Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 15:06 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að stríðið í Úkraínu mun hafa mjög mikil áhrif á hagkerfið hér á landi og víða um heim. Skammtímaáhrif séu strax komin í ljós. Hins vegar sé Rússland fremur fátækt land sem hafi ekki efni á langvarandi hernaði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir áhrif stríðsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann tók fram að heimsfaraldurinn hafi haft miklu meiri og varanlegri áhrif en gert hafi verið ráð fyrir. Nú megi búast við enn frekari áhrifum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Stríðið mun held ég líka hafa mjög mikil áhrif og við sjáum að skammtímaáhrifin eru hækkun á hrávöruverði. Það er orðað þannig að Rússland er land á stærð við Frakkland sem lifði á því að selja hrávörur úr Síberíu, Síbería er náttúrulega gríðarlega ríkt land. Að kippa þeim út úr heimshagkerfinu hefur gríðarleg áhrif. Ekki bara á olíu og gas heldur eru ýmsir málmar sem þeir framleiða. Ég held það sé miklu meiri breyting en það af því að núna er Pútín og fólkið í kringum hann búið að komast upp með mjög marga hluti í gegnum tíðina,“ segir seðlabankastjóri. Stríðið hafi aðeins staðið yfir í ellefu daga og óvíst sé hvað muni gerast næst. „Eins og ég sé það að þá Úkraínumenn eru 44 milljónir og Rússar geta ekki hersetið þetta land. Rússland er í sjálfu sér fátækt land en hins vegar með mjög öflugan her, það er erfitt fyrir Rússa að halda úti langvarandi hernaði. Þeir hafa í raun og veru ekki efni á því. Efnahagslegu áhrifin eru að við sjáum hærra olíu- og gasverð. Það hefur áhrif á heimilin í Evrópu, við föttum það ekki á Íslandi því við erum með hitaveitu eða rafmagn sem við framleiðum sjálf. Þetta eru verulegir peningar fyrir evrópsk heimili. Það mun auka verðbólguna úti og draga úr hagvexti,“ segir hann. Hins vegar bendi flest til þess að fyrirtæki í Evrópu bregðist við sem muni hvetja áfram atvinnulífið til skemmri tíma. Þeir Ásgeir og Kristján Kristjánsson ræddu áhrif stríðsins í Úkraínu í Sprengisandi í morgun og heyra má umræðuna í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Seðlabankinn Rússland Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir áhrif stríðsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann tók fram að heimsfaraldurinn hafi haft miklu meiri og varanlegri áhrif en gert hafi verið ráð fyrir. Nú megi búast við enn frekari áhrifum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Stríðið mun held ég líka hafa mjög mikil áhrif og við sjáum að skammtímaáhrifin eru hækkun á hrávöruverði. Það er orðað þannig að Rússland er land á stærð við Frakkland sem lifði á því að selja hrávörur úr Síberíu, Síbería er náttúrulega gríðarlega ríkt land. Að kippa þeim út úr heimshagkerfinu hefur gríðarleg áhrif. Ekki bara á olíu og gas heldur eru ýmsir málmar sem þeir framleiða. Ég held það sé miklu meiri breyting en það af því að núna er Pútín og fólkið í kringum hann búið að komast upp með mjög marga hluti í gegnum tíðina,“ segir seðlabankastjóri. Stríðið hafi aðeins staðið yfir í ellefu daga og óvíst sé hvað muni gerast næst. „Eins og ég sé það að þá Úkraínumenn eru 44 milljónir og Rússar geta ekki hersetið þetta land. Rússland er í sjálfu sér fátækt land en hins vegar með mjög öflugan her, það er erfitt fyrir Rússa að halda úti langvarandi hernaði. Þeir hafa í raun og veru ekki efni á því. Efnahagslegu áhrifin eru að við sjáum hærra olíu- og gasverð. Það hefur áhrif á heimilin í Evrópu, við föttum það ekki á Íslandi því við erum með hitaveitu eða rafmagn sem við framleiðum sjálf. Þetta eru verulegir peningar fyrir evrópsk heimili. Það mun auka verðbólguna úti og draga úr hagvexti,“ segir hann. Hins vegar bendi flest til þess að fyrirtæki í Evrópu bregðist við sem muni hvetja áfram atvinnulífið til skemmri tíma. Þeir Ásgeir og Kristján Kristjánsson ræddu áhrif stríðsins í Úkraínu í Sprengisandi í morgun og heyra má umræðuna í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Seðlabankinn Rússland Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira