Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. mars 2022 13:31 Frá tökum á þáttunum Hvar er best að búa? Lóa Pind „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? „Ég var svo stálheppin að ná smá glugga á milli annarrar og þriðju bylgju til að taka upp samfélagstilraun - þar sem ég fékk fjórar fjölskyldur til að gerast vegan í fjórar vikur. Við komumst öll í gegnum þær tökur án þess að smitast. Sú þáttaröð - Kjötætur óskast! - fór í loftið fyrir ári. Svo þegar mér sýndist að Kófinu væri aðeins að linna þá ákvað ég að fara af stað í að gera þriðju seríu af Hvar er best að búa? Fannst þó skynsamlegast að halda mig innan Evrópu í þessari seríu enda var staðan ennþá ótrygg þegar við lögðum af stað í tökur í haust,“ segir Lóa í samtali við Lífið. „Það gekk glimrandi vel að taka upp og faraldurinn hafði satt að segja minni áhrif en ég bjóst við. Ég var náttúrulega skíthrædd um að tökurnar færu á hvolf af því að ég eða tökumaðurinn eða fjölskyldurnar myndu smitast - en það var hins vegar eldgos á Kanaríeyjum sem setti stærsta strikið í reikninginn! En þótt við höfum komist í gegnum öll ferðalögin án þess að smitast og án teljandi vandræða vegna Covid, þá hafði faraldurinn heilmikil áhrif. Til dæmis var planið að fara til Grænlands síðasta sumar en það var bara útilokað að komast þangað. Grænland var nánast lokað land og mjög takmarkað framboð af flugsætum. Ég beitti öllum brögðum sem mér duttu í hug til að komast yfir flugmiða og sat auk þess og endurhlóð vefsíður flugfélaganna í sífellu til að krækja mér í sæti - en það tókst ekki fyrr en í september. Og þá fyrir einskæra heppni, það duttu inn tvö sæti sem ég var nógu fljót að stökkva á. Mesta Covid vesenið var hins vegar að það var ekki hægt að stóla á auglýstar flugferðir. Á einhverjum tímapunkti reiknaði ég út að ég hefði þurft að breyta og endurbóka um það bil 14 flugleggi fyrir þessa þáttaröð því það var sífellt verið að fella niður flug.“ Frá tökum á þáttunum Hvar er best að búa?Lóa Pind Lóa segir að nýja þáttaröðin, sem hefst á Stöð 2 í kvöld, sé nærandi fantasía fyrir áhorfendur. „Það sem vakir fyrir mér er að sýna fram á að við getum lifað alls kyns tilveru. Við þurfum ekki öll að sitja í fastri 100 prósent vinnu, í hlekkjum fasteignalána í gulum og rauðum viðvörunum,“ útskýrir Lóa. „Mig langar til að þættirnir séu innblástur fyrir fólk sem dreymir um annars konar líf og að áhorfendur geti sett sig í spor þeirra sem ég heimsæki, geti mátað sig við tilveru þeirra. Þess vegna legg ég mikið upp úr því að fólkið sem ég heimsæki - sé fólk eins og þú og ég, ekki með bólgna bankareikninga, heldur fólk sem þarf að hafa fyrir því og sýna útsjónarsemi við að finna leiðir til að framfleyta sér í hinni nýju tilveru. Fólk og fyrirtæki hafa til dæmis áttað sig á því núna í heimsfaraldrinum að fjarvinna getur skilað heilmiklum afköstum. Og það eru nokkur heimili sem ég heimsæki í þessari þáttaröð sem framfleyta sér á fjarvinnu frá Íslandi.“ Lóa heimsótti fjölbreyttan hóp við gerð þáttanna. „Þetta var allt dásamlegt fólk og eiga það sameiginlegt að vera fullt af atorku og frumkvæði. Ég heimsótti til dæmis tvö heimili á Kanarí, hjón sem búa í helli og reka þar íslenska útvarpsstöð og fréttasíðu og annað heimili sem framfleytir sér með ráðgjöf til íslenskra sprotafyrirtækja. Þá heimsótti ég hjón sem fyrir algera tilviljun enduðu í Nuuk á Grænlandi, einstæða móður sem býr ofurkrúttlegu miðaldaþorpi í Frakklandi, fjögurra manna fjölskyldu sem elskar Ítalíu og býr í Róm þar sem þau hafa upplifað tímana tvenna, verið bæði fátæk og vel sett. En ég byrja þáttaröðina í Portúgal hjá lítilli fjölskyldu sem keypti sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli og byggði sér smáhýsi þar á grunni gömlu svínastíunnar.“ Frá tökum á þáttunum Hvar er best að búa? Lóa Pind Það var ýmislegt sem kom Lóu á óvart við gerð þáttanna. „Í fyrsta lagi vissi ég ekkert um Grænland nema það litla sem berst hingað í formi ljósmynda RAX og fleiri. Mér fannst magnað að koma til Grænlands, átta mig á að þar er bara nútímalegt samfélag í Nuuk og hnarreist þjóð sem er stolt af sínum uppruna. Tala nú ekki um stórbrotna fegurðina umhverfis Nuuk. Hitt kom mér líka á óvart hvað mér fannst Portúgal heillandi. Ég er sjálf mikill Spánaraðdáandi og hef ekki komið til Portúgal síðan 1987. En ég eiginlega kolféll fyrir suðurhluta Portúgal - gullfallegt svæði og fallegir bæir.“ Lóa segist sjálf vera búin að finna sér stað sem hún gæti hugsað sér að búa á. „Hver veit nema það verði bráðum að veruleika.“ Ívar Kristján Ívarsson tók upp alla þáttaröðina með Lóu, framleiðslufyrirtækið Obbosí klippti efnið og Friðjón Jónsson sá um að hljóðblanda þáttaröðina. „Ef fólk dreymir um að rífa sig upp úr rútínunni - að horfa á þáttinn á sunnudögum og láta svo vaða. Þátturinn byrjar kl. 19:10 á Stöð 2,“ segir Lóa spennt. Hún er strax byrjuð að plana næstu ævintýri en vill þó ekki gefa neitt upp á þessum tímapunkti. „Það er alltaf alls konar á prjónunum hjá mér, hvað af því verður að veruleika, á eftir að koma í ljós.“ Ferðalög Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Ég var svo stálheppin að ná smá glugga á milli annarrar og þriðju bylgju til að taka upp samfélagstilraun - þar sem ég fékk fjórar fjölskyldur til að gerast vegan í fjórar vikur. Við komumst öll í gegnum þær tökur án þess að smitast. Sú þáttaröð - Kjötætur óskast! - fór í loftið fyrir ári. Svo þegar mér sýndist að Kófinu væri aðeins að linna þá ákvað ég að fara af stað í að gera þriðju seríu af Hvar er best að búa? Fannst þó skynsamlegast að halda mig innan Evrópu í þessari seríu enda var staðan ennþá ótrygg þegar við lögðum af stað í tökur í haust,“ segir Lóa í samtali við Lífið. „Það gekk glimrandi vel að taka upp og faraldurinn hafði satt að segja minni áhrif en ég bjóst við. Ég var náttúrulega skíthrædd um að tökurnar færu á hvolf af því að ég eða tökumaðurinn eða fjölskyldurnar myndu smitast - en það var hins vegar eldgos á Kanaríeyjum sem setti stærsta strikið í reikninginn! En þótt við höfum komist í gegnum öll ferðalögin án þess að smitast og án teljandi vandræða vegna Covid, þá hafði faraldurinn heilmikil áhrif. Til dæmis var planið að fara til Grænlands síðasta sumar en það var bara útilokað að komast þangað. Grænland var nánast lokað land og mjög takmarkað framboð af flugsætum. Ég beitti öllum brögðum sem mér duttu í hug til að komast yfir flugmiða og sat auk þess og endurhlóð vefsíður flugfélaganna í sífellu til að krækja mér í sæti - en það tókst ekki fyrr en í september. Og þá fyrir einskæra heppni, það duttu inn tvö sæti sem ég var nógu fljót að stökkva á. Mesta Covid vesenið var hins vegar að það var ekki hægt að stóla á auglýstar flugferðir. Á einhverjum tímapunkti reiknaði ég út að ég hefði þurft að breyta og endurbóka um það bil 14 flugleggi fyrir þessa þáttaröð því það var sífellt verið að fella niður flug.“ Frá tökum á þáttunum Hvar er best að búa?Lóa Pind Lóa segir að nýja þáttaröðin, sem hefst á Stöð 2 í kvöld, sé nærandi fantasía fyrir áhorfendur. „Það sem vakir fyrir mér er að sýna fram á að við getum lifað alls kyns tilveru. Við þurfum ekki öll að sitja í fastri 100 prósent vinnu, í hlekkjum fasteignalána í gulum og rauðum viðvörunum,“ útskýrir Lóa. „Mig langar til að þættirnir séu innblástur fyrir fólk sem dreymir um annars konar líf og að áhorfendur geti sett sig í spor þeirra sem ég heimsæki, geti mátað sig við tilveru þeirra. Þess vegna legg ég mikið upp úr því að fólkið sem ég heimsæki - sé fólk eins og þú og ég, ekki með bólgna bankareikninga, heldur fólk sem þarf að hafa fyrir því og sýna útsjónarsemi við að finna leiðir til að framfleyta sér í hinni nýju tilveru. Fólk og fyrirtæki hafa til dæmis áttað sig á því núna í heimsfaraldrinum að fjarvinna getur skilað heilmiklum afköstum. Og það eru nokkur heimili sem ég heimsæki í þessari þáttaröð sem framfleyta sér á fjarvinnu frá Íslandi.“ Lóa heimsótti fjölbreyttan hóp við gerð þáttanna. „Þetta var allt dásamlegt fólk og eiga það sameiginlegt að vera fullt af atorku og frumkvæði. Ég heimsótti til dæmis tvö heimili á Kanarí, hjón sem búa í helli og reka þar íslenska útvarpsstöð og fréttasíðu og annað heimili sem framfleytir sér með ráðgjöf til íslenskra sprotafyrirtækja. Þá heimsótti ég hjón sem fyrir algera tilviljun enduðu í Nuuk á Grænlandi, einstæða móður sem býr ofurkrúttlegu miðaldaþorpi í Frakklandi, fjögurra manna fjölskyldu sem elskar Ítalíu og býr í Róm þar sem þau hafa upplifað tímana tvenna, verið bæði fátæk og vel sett. En ég byrja þáttaröðina í Portúgal hjá lítilli fjölskyldu sem keypti sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli og byggði sér smáhýsi þar á grunni gömlu svínastíunnar.“ Frá tökum á þáttunum Hvar er best að búa? Lóa Pind Það var ýmislegt sem kom Lóu á óvart við gerð þáttanna. „Í fyrsta lagi vissi ég ekkert um Grænland nema það litla sem berst hingað í formi ljósmynda RAX og fleiri. Mér fannst magnað að koma til Grænlands, átta mig á að þar er bara nútímalegt samfélag í Nuuk og hnarreist þjóð sem er stolt af sínum uppruna. Tala nú ekki um stórbrotna fegurðina umhverfis Nuuk. Hitt kom mér líka á óvart hvað mér fannst Portúgal heillandi. Ég er sjálf mikill Spánaraðdáandi og hef ekki komið til Portúgal síðan 1987. En ég eiginlega kolféll fyrir suðurhluta Portúgal - gullfallegt svæði og fallegir bæir.“ Lóa segist sjálf vera búin að finna sér stað sem hún gæti hugsað sér að búa á. „Hver veit nema það verði bráðum að veruleika.“ Ívar Kristján Ívarsson tók upp alla þáttaröðina með Lóu, framleiðslufyrirtækið Obbosí klippti efnið og Friðjón Jónsson sá um að hljóðblanda þáttaröðina. „Ef fólk dreymir um að rífa sig upp úr rútínunni - að horfa á þáttinn á sunnudögum og láta svo vaða. Þátturinn byrjar kl. 19:10 á Stöð 2,“ segir Lóa spennt. Hún er strax byrjuð að plana næstu ævintýri en vill þó ekki gefa neitt upp á þessum tímapunkti. „Það er alltaf alls konar á prjónunum hjá mér, hvað af því verður að veruleika, á eftir að koma í ljós.“
Ferðalög Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira