Viðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram á mánudag Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 17:46 Hér má sjá rússneska hermenn, sem fangaðir voru af Úkraínumönnum, svara spurningum á blaðamannafundi Interfax. Friðarviðræður þjóðanna halda áfram á mánudag. Vísir/AP Þriðji fundur Rússa og Úkraínumanna um mögulegan frið á svæðinu verður haldinn á mánudaginn. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira