Innlent

Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ljósmyndin er af Suðureyri að sumri til. 
Ljósmyndin er af Suðureyri að sumri til.  Vísir/vilhelm

Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka.

Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó.

Anton kvaðst aðspurður ekki vita um umfang slyssins en eftir helgi verið ráðist í að kortleggja umfang mengunarinnar. Tankurinn var tæmdur í gær.

Umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun.

Einn af íbúum Suðureyrar segist hafa miklar áhyggjur af „megnri olíulykt“ sem leggi nú yfir bæinn. Íbúinn segir lyktina vera óbærilega. Olíubrák sé við höfnina og að fuglar séu með olíu á sér. 

Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi Vestra, segir núverandi reglugerð vera ávísun á fleiri óhöpp og nauðsynlegt sé að hafa einhverjar takmarkanir á hámarksaldri niðurgrafinna olíutanka. Sigurjón segir þetta umhverfisslys minna á olíuslysið 2019 á Hofsósi.

„Við erum núna með þessa reglugerð óbreytta. Við hefðum kannski átt að læra af þessu slysi 2019.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×