Lýðræði í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar