Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:30 Ben Simmons skipti til Brooklyn Nets á dögunum. Hann hefur ekki enn spilað fyrir liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum. Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira