Sverrir: Markmiðið er að fá stöðugleika í Grindavík Andri Már Eggertsson skrifar 4. mars 2022 22:20 Sverrir Þór Sverrisson er mættur aftur í Grindavík Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík vann sextán stiga sigur á Vestra í HS-Orku höllinni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með að byrja á sigri í sínum fyrsta leik sem nýr þjálfari Grindavíkur. „Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira