Verjum fullveldi Úkraínu – burt með rússneskt herlið Gylfi Páll Hersir skrifar 4. mars 2022 21:31 Krafa dagsins hlýtur að vera sú, að stjórnvöld í Rússlandi kalli herlið sitt, skriðdreka og annan herbúnað, strax til baka úr Úkraínu og virði fullveldi landsins. Með byltingunni í Rússlandi 1917 var “fangelsi þjóðanna” frá tímum keisaradæmisins opnað upp á gátt og sjálfsákvörðunarréttur Úkraínu og annarra þjóða sem voru undir hæl keisaradæmisins viðurkenndur. Það var síðan sjálfstæð ákvörðun þessara þjóða hvort þær yrðu hluti af Sovétríkjunum eður ei. Þarna hlaut Úkraína sjálfstæði og sama er að segja um Eystrasaltslöndin. Úkraína var síðar innlimuð í Sovétríkin á Stalíns-tímanum ásamt mörgum ríkjum öðrum, og slapp úr því fangelsi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991. Markmið stjórnvalda í Moskvu nú er að ná Úkraínu aftur undir sitt áhrifasvæði sem og önnur landsvæði í Austur-Evrópu sem þau “misstu” með hruni Sovétríkjanna 1991. Jafnframt vilja þau hrinda útþenslu NATO sem Bandaríkin leiða í Austur-Evrópu. Þessi stríðsrekstur kemur til með að hafa skelfilegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir vinnandi fólk í Úkraínu, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og víðar, og hefur raunar þegar haft það. Í ræðu réttlætti sinni Pútín innrásina með því að segja Úkraínu vera „gerviland“ sem tilheyrði Rússlandi. Hann kenndi Lenín, Rússnesku byltingunni og stuðningnum við réttinn til sjálfsákvörðunar um. Þá krefst Pútín þess að Bandaríkjastjórn ábyrgist að Úkraína gangi ekki í NATO og bandalagið dragi herlið sitt til baka til þess sem var 1997. Árið 2014 lýstu austurhéruð Úkraínu, Donetsk og Luhansk yfir sjálfstæði og klufu sig þannig frá Úkraínu, en þau hafa notið stuðnings og verið undir verndarvæng Rússlands. Þann 21. febrúar s.l. lýstu Pútín og rússneska þingið því yfir að þessi héruð væru sjálfstæð ríki og skipaði hersveitum landsins að halda þar inn í hlutverki “friðargæslusveita”. Þetta eru mestu hernaðaraðgerðir í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hinn 20. febrúar lýstu ríkisstjórnir Rússlands og Hvíta-Rússlands því yfir, að 30.000 manna herlið Rússa sem tók þátt í sameiginlegum heræfingum í Hvíta-Rússlandi, yrði um kyrrt við landamæri Úkraínu. Alexander Lukasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands er náinn bandamaður Pútíns, einkum eftir að sá síðarnefndi aðstoðaði dyggilega við að brjóta á bak aftur fjöldamótmæli í kjölfar þess að sá fyrrnefndi stal kosningasigrinum 2020. Svetlana Tikanoskaya, leiðtogi andstöðunnar fór í útlegð en hafði í raun unnið kosningarnar. Yfirlýst stefna hennar er andsnúin veru rússneskra hersveita í Hvíta-Rússlandi og ófriðar gegn Úkraínu. Nú eru einnig tugþúsundir rússneskra hermanna á Krímskaga og tugir herskipa og landgöngupramma í Svartahafinu. Bandaríkin hafa tvöfaldað herskipaflota sinn í Miðjarðarhafi og siglt flugvélamóðurskipi þangað frá Kyrrahafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópu hafa sent ýmis hergögn til Úkraínu. Þeir eru hins vegar staðráðnir í að forðast að lenda í víðtækari átökum. Þess í stað hefur ýmsum viðskiptaþvingunum verið komið á. Þær munu bitna harðast á almenningi í Rússland en munu líka hafa mikil áhrif um alla Evrópu. Ríkisstjórnin í Þýskalandi er hætt þátttöku í Nord Stream 2, gasleiðslunni sem ætlað var að tvöfalda gasstreymi frá Rússlandi. Sú ákvörðun kemur til með að auka orkuskortinn landinu sem og annars staðar í Evrópu. Ríkisstjórn Þýskalands hefur notað tækifærið til að efla herinn og hefja beina hernaðarþátttöku. Hún vill þar með gera sig meira gildandi í heimsmálunum. Ráðastéttir Evrópu og Bandaríkjanna kæra sig kollóttar um sjálfstæði Úkraínu. Ekki fara hagsmunir þeirra allra saman, en þeim er umhugað um eigin hag á þessu svæði og að veikja Rússland í leiðinni. Alþýðufólk í Úkraínu er best til þess fært að verja sína eigin hagsmuni eins og gert var í Maidan byltingunni 2014 þegar hinn Moskvuholli Janúkovits var hrakinn frá völdum. Á tímum byltingarinnar í Rússlandi, fyrir fráfall Leníns, var tiltölulega stutt tímabil þar sem stjórnvöld hvöttu til sjálfstæðis Úkraínu og annarra kúgaðra þjóða, og eins að lögð væri aukin rækt við þeirra eigið tungumál og menningu. Þetta var sú Úkraína sem Lenín var “höfundur að og arkitekt” svo notuð séu orð Pútíns. Josef Stalín snerist gegn þessari stefnu af mikilli hörku. Einn þátturinn í gagnbyltingu gegn hugmyndum Lenín undir forystu Stalíns var viðsnúningur frá þessum stefnumiðum byltingarinnar. Meðal þess sem stalínistarnir gerðu í Úkraínu er Holodomor kannski þekktast. Fólk var beinlínis látið deyja úr hungri, neytt í samyrkjubú og kornuppskeran gerð upptæk. Þessar aðgerðir stjórnvalda í Moskvu leiddu til hungurdauða 3,9 milljóna alþýðufólks á árunum 1932–1933. Pútín tregar tímann sem var meðan keisaradæmið var og hét, hann horfir til væntinga rússnesku auðvaldstéttarinnar til að vaxa og dafna, endurnýja yfirráðin yfir kúguðum þjóðum sem eitt sinn voru formlegur hluti af Sovétríkjunum. Hann hefur sagt að það hafi verið “klikkun” 1991 þegar rússnesk stjórnvöld gáfu þessum lýðveldum leyfi til þess að fara út úr ríkjasambandinu án nokkurra skilmála eða skilyrða. Þjóðernismeinið sem Lenín og byltingarfélagarnir börðust gegn var stór-rússneski þjóðrembingurinn, þjóðernishyggju kúgaranna sem var allt umlykjandi í rússneska heimsveldinu, bæði á tímum keisaradæmisins og síðar á tímum Stalín og hans kumpána. Þrátt fyrir hörku stjórnvalda í Moskva í garð þeirra sem andæfa, er þar fólk sem mótmælir innrásinni – sannar hetjur. Þau héldu á mótmælaspjöldum: “Rússland, látið Úkraínu í friði!” Þau voru síðar handtekin. NATO hefur aldrei verið friðarbandalag eða varið fullveldi þjóða. Bandalagið var stofnað af nýlenduherrum í Afríku á borð við Portúgal (þar voru raunar fasistar við stjórn), Frökkum (sem kúguðu Alsír af grimmd), Bretum (sem drógu upp landamæri í Austurlöndum nær) og Belgum (þeir þóttu verstu fantarnir) svo dæmi séu tekin. Ég hef ekki tölu á þeim fjölda innrása sem Bandaríkjaher hefur staðið að t.d. í Mið-Ameríku svo ekki sé minnst á innrásarstríðin í Kóreu, Víetnam, Afganistan, Írak, Líbíu. Og nú stendur til að auka enn frekar hernaðaruppbyggingu hér á landi. Það er ágætt að minnast orða Colin Powell, yfirhershöfðingja Bandaríkjanna sem féllu á blaðamannfundi seint í mars árið 1991, mánuði eftir loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Persaflóastríðinu sem nutu fulls stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar er talið að a.m.k. 150.000 manns hafi fallið – mestanpart vopnlaust fólk á flótta á þjóðveginum frá Kuwait til Basra; svonefnd teppalagning þar sem allt er sprengt þar til allir eru fallnir. Það eru hryðjuverk sem hefur verið líkt við voðaverkin í Híroshima, Guernica, Dresden og My Lai. Powell var spurður um fjölda fallinna í loftárásunum – stundum sýna þessar herramenn sitt rétta andlit og hugsunarhátt: „It‘s really not a number I‘m terribly interested in.“ Við skulum styðja og styrkja baráttu fólks í Úkraínu, fullveldi landsins og sjálfsákvörðunarrétt og jafnframt krefjast þess að innrás Rússa linni og þeir komi sér út landinu. Mikilvægast er að alþýða fólks í Úkraínu, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi nái aftur völdum. Við skulum styðja þetta fólk góðra verka en missa ekki sjónar á því hvert hlutverk NATO er – það er að gæta að hagsmunum ráðandi stétta með öllum tiltækum ráðum. Það hefur ekki breyst. Höfundur er áhugasamur um það sem gerst í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Krafa dagsins hlýtur að vera sú, að stjórnvöld í Rússlandi kalli herlið sitt, skriðdreka og annan herbúnað, strax til baka úr Úkraínu og virði fullveldi landsins. Með byltingunni í Rússlandi 1917 var “fangelsi þjóðanna” frá tímum keisaradæmisins opnað upp á gátt og sjálfsákvörðunarréttur Úkraínu og annarra þjóða sem voru undir hæl keisaradæmisins viðurkenndur. Það var síðan sjálfstæð ákvörðun þessara þjóða hvort þær yrðu hluti af Sovétríkjunum eður ei. Þarna hlaut Úkraína sjálfstæði og sama er að segja um Eystrasaltslöndin. Úkraína var síðar innlimuð í Sovétríkin á Stalíns-tímanum ásamt mörgum ríkjum öðrum, og slapp úr því fangelsi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991. Markmið stjórnvalda í Moskvu nú er að ná Úkraínu aftur undir sitt áhrifasvæði sem og önnur landsvæði í Austur-Evrópu sem þau “misstu” með hruni Sovétríkjanna 1991. Jafnframt vilja þau hrinda útþenslu NATO sem Bandaríkin leiða í Austur-Evrópu. Þessi stríðsrekstur kemur til með að hafa skelfilegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir vinnandi fólk í Úkraínu, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og víðar, og hefur raunar þegar haft það. Í ræðu réttlætti sinni Pútín innrásina með því að segja Úkraínu vera „gerviland“ sem tilheyrði Rússlandi. Hann kenndi Lenín, Rússnesku byltingunni og stuðningnum við réttinn til sjálfsákvörðunar um. Þá krefst Pútín þess að Bandaríkjastjórn ábyrgist að Úkraína gangi ekki í NATO og bandalagið dragi herlið sitt til baka til þess sem var 1997. Árið 2014 lýstu austurhéruð Úkraínu, Donetsk og Luhansk yfir sjálfstæði og klufu sig þannig frá Úkraínu, en þau hafa notið stuðnings og verið undir verndarvæng Rússlands. Þann 21. febrúar s.l. lýstu Pútín og rússneska þingið því yfir að þessi héruð væru sjálfstæð ríki og skipaði hersveitum landsins að halda þar inn í hlutverki “friðargæslusveita”. Þetta eru mestu hernaðaraðgerðir í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hinn 20. febrúar lýstu ríkisstjórnir Rússlands og Hvíta-Rússlands því yfir, að 30.000 manna herlið Rússa sem tók þátt í sameiginlegum heræfingum í Hvíta-Rússlandi, yrði um kyrrt við landamæri Úkraínu. Alexander Lukasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands er náinn bandamaður Pútíns, einkum eftir að sá síðarnefndi aðstoðaði dyggilega við að brjóta á bak aftur fjöldamótmæli í kjölfar þess að sá fyrrnefndi stal kosningasigrinum 2020. Svetlana Tikanoskaya, leiðtogi andstöðunnar fór í útlegð en hafði í raun unnið kosningarnar. Yfirlýst stefna hennar er andsnúin veru rússneskra hersveita í Hvíta-Rússlandi og ófriðar gegn Úkraínu. Nú eru einnig tugþúsundir rússneskra hermanna á Krímskaga og tugir herskipa og landgöngupramma í Svartahafinu. Bandaríkin hafa tvöfaldað herskipaflota sinn í Miðjarðarhafi og siglt flugvélamóðurskipi þangað frá Kyrrahafi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópu hafa sent ýmis hergögn til Úkraínu. Þeir eru hins vegar staðráðnir í að forðast að lenda í víðtækari átökum. Þess í stað hefur ýmsum viðskiptaþvingunum verið komið á. Þær munu bitna harðast á almenningi í Rússland en munu líka hafa mikil áhrif um alla Evrópu. Ríkisstjórnin í Þýskalandi er hætt þátttöku í Nord Stream 2, gasleiðslunni sem ætlað var að tvöfalda gasstreymi frá Rússlandi. Sú ákvörðun kemur til með að auka orkuskortinn landinu sem og annars staðar í Evrópu. Ríkisstjórn Þýskalands hefur notað tækifærið til að efla herinn og hefja beina hernaðarþátttöku. Hún vill þar með gera sig meira gildandi í heimsmálunum. Ráðastéttir Evrópu og Bandaríkjanna kæra sig kollóttar um sjálfstæði Úkraínu. Ekki fara hagsmunir þeirra allra saman, en þeim er umhugað um eigin hag á þessu svæði og að veikja Rússland í leiðinni. Alþýðufólk í Úkraínu er best til þess fært að verja sína eigin hagsmuni eins og gert var í Maidan byltingunni 2014 þegar hinn Moskvuholli Janúkovits var hrakinn frá völdum. Á tímum byltingarinnar í Rússlandi, fyrir fráfall Leníns, var tiltölulega stutt tímabil þar sem stjórnvöld hvöttu til sjálfstæðis Úkraínu og annarra kúgaðra þjóða, og eins að lögð væri aukin rækt við þeirra eigið tungumál og menningu. Þetta var sú Úkraína sem Lenín var “höfundur að og arkitekt” svo notuð séu orð Pútíns. Josef Stalín snerist gegn þessari stefnu af mikilli hörku. Einn þátturinn í gagnbyltingu gegn hugmyndum Lenín undir forystu Stalíns var viðsnúningur frá þessum stefnumiðum byltingarinnar. Meðal þess sem stalínistarnir gerðu í Úkraínu er Holodomor kannski þekktast. Fólk var beinlínis látið deyja úr hungri, neytt í samyrkjubú og kornuppskeran gerð upptæk. Þessar aðgerðir stjórnvalda í Moskvu leiddu til hungurdauða 3,9 milljóna alþýðufólks á árunum 1932–1933. Pútín tregar tímann sem var meðan keisaradæmið var og hét, hann horfir til væntinga rússnesku auðvaldstéttarinnar til að vaxa og dafna, endurnýja yfirráðin yfir kúguðum þjóðum sem eitt sinn voru formlegur hluti af Sovétríkjunum. Hann hefur sagt að það hafi verið “klikkun” 1991 þegar rússnesk stjórnvöld gáfu þessum lýðveldum leyfi til þess að fara út úr ríkjasambandinu án nokkurra skilmála eða skilyrða. Þjóðernismeinið sem Lenín og byltingarfélagarnir börðust gegn var stór-rússneski þjóðrembingurinn, þjóðernishyggju kúgaranna sem var allt umlykjandi í rússneska heimsveldinu, bæði á tímum keisaradæmisins og síðar á tímum Stalín og hans kumpána. Þrátt fyrir hörku stjórnvalda í Moskva í garð þeirra sem andæfa, er þar fólk sem mótmælir innrásinni – sannar hetjur. Þau héldu á mótmælaspjöldum: “Rússland, látið Úkraínu í friði!” Þau voru síðar handtekin. NATO hefur aldrei verið friðarbandalag eða varið fullveldi þjóða. Bandalagið var stofnað af nýlenduherrum í Afríku á borð við Portúgal (þar voru raunar fasistar við stjórn), Frökkum (sem kúguðu Alsír af grimmd), Bretum (sem drógu upp landamæri í Austurlöndum nær) og Belgum (þeir þóttu verstu fantarnir) svo dæmi séu tekin. Ég hef ekki tölu á þeim fjölda innrása sem Bandaríkjaher hefur staðið að t.d. í Mið-Ameríku svo ekki sé minnst á innrásarstríðin í Kóreu, Víetnam, Afganistan, Írak, Líbíu. Og nú stendur til að auka enn frekar hernaðaruppbyggingu hér á landi. Það er ágætt að minnast orða Colin Powell, yfirhershöfðingja Bandaríkjanna sem féllu á blaðamannfundi seint í mars árið 1991, mánuði eftir loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Persaflóastríðinu sem nutu fulls stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar er talið að a.m.k. 150.000 manns hafi fallið – mestanpart vopnlaust fólk á flótta á þjóðveginum frá Kuwait til Basra; svonefnd teppalagning þar sem allt er sprengt þar til allir eru fallnir. Það eru hryðjuverk sem hefur verið líkt við voðaverkin í Híroshima, Guernica, Dresden og My Lai. Powell var spurður um fjölda fallinna í loftárásunum – stundum sýna þessar herramenn sitt rétta andlit og hugsunarhátt: „It‘s really not a number I‘m terribly interested in.“ Við skulum styðja og styrkja baráttu fólks í Úkraínu, fullveldi landsins og sjálfsákvörðunarrétt og jafnframt krefjast þess að innrás Rússa linni og þeir komi sér út landinu. Mikilvægast er að alþýða fólks í Úkraínu, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi nái aftur völdum. Við skulum styðja þetta fólk góðra verka en missa ekki sjónar á því hvert hlutverk NATO er – það er að gæta að hagsmunum ráðandi stétta með öllum tiltækum ráðum. Það hefur ekki breyst. Höfundur er áhugasamur um það sem gerst í heiminum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun