Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Árni Sæberg skrifar 4. mars 2022 19:02 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira