Samþykktar íbúðir ekki endilega öruggari en ósamþykktar Snorri Másson skrifar 4. mars 2022 23:53 Bruni í Auðbrekku í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Góðar brunavarnir skiptu sköpum í eldsvoða í Auðbrekku í gær, þar sem eldur braust út í ósamþykktu húsnæði. Talið er að allt að sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi. „Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst. Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst.
Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira