Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 13:17 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA, segist hafa góð sambönd og aðstöðu. Hann hafi því verið boðinn og búinn til að leggja eitthvað af mörkum. Aðsend Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00
Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29