Fékk tæplega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn misskildi hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Aron Jóhannsson spilaði lítið með Werder Bremen á sínum tíma vegna erfiðra meiðsla. Getty Images Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi. Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann. Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann.
Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira