Fékk tæplega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn misskildi hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Aron Jóhannsson spilaði lítið með Werder Bremen á sínum tíma vegna erfiðra meiðsla. Getty Images Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi. Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann. Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Aron Jóhannsson hóf feril sinn með Fjölni en færði sig til Danmerkur árið 2010 er hann samdi við AGF. Þaðan fór hann til AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og Lech Poznań í Póllandi áður en hann sneri heim til Íslands. Hinn 31 árs gamli Aron leikur í dag með Val og er spenntur fyrir komandi tímabili. Í hlaðvarps- og spjallþættinum Chess After Dark ræddi hann meðal annars umræðu um laun hans á Hlíðarenda og blés á þær sögusagnir að hann væri launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þó verið með ágætis samning hjá Werder Bremen miðað við sektina sem hann fékk á sínum tíma. Vildi fá dæmda hendi mótherja en fékk sjálfur rautt „Ég var sektaður um tíu þúsund evrur. Það er hæsta sekt sem ég hef fengið. Þetta var þriðji leikurinn á tímabilinu, gegn Borussia Mönchen Gladbach og ég fékk rautt því ég öskraði eitthvað á dómarann.“ „Hann hélt að ég hefði öskrað eitthvað allt annað en ég gerði. Hann gaf mér rautt spjald fyrir að segja You f*** referee. Það er ekki einu sinni setning. Ég var að öskra að þetta væri F***ing handball.“ Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift hjá Werder Bremen.Getty Images. „Hrokafyllsta fífl sem ég hef hitt.“ „Ég var reiður og bjóst alveg við gulu spjaldi, horfi svo upp og sé að ég fæ rautt. Ég fór og talaði við dómarann eftir leik en þetta var hrokafyllsta fífl sem ég hef talað við. Ég fer í kjölfarið í þriggja leikja bann.“ Aron segir í kjölfarið að hann hafi hann fengið sekt upp á átta þúsund evrur frá DFB, þýska knattspyrnusambandinu, sem og aðra sekt upp á tvö þúsund evrur frá Werder Bremen. Aron getur huggað sig við það að ef hann heldur sig við íslenskuna í sumar þá eru engar líkur á að dómarar Bestu-deildarinnar misskilji hann.
Fótbolti Þýski boltinn Íslenski boltinn Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti