Innlent

Börn niður í tólf mánaða fái inni á leik­skóla

Árni Sæberg skrifar
Skúli Helgason er formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
Skúli Helgason er formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Arnar

Formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir stóran hluta tólf mánaða gamalla barna í Reykjavík fá pláss á leikskóla í haust eða fyrir áramót. 

Verkefninu Betri borg fyrir börn var ýtt úr vör við hátíðlega athöfn í dag. Hluti verkefnisins snýr að endurskoðun aðgerðaráætlunar í leikskólamálum frá 2018.

Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, var samþykkt árið 2018 að fjölga leikskólaplássum í borginni þannig að hægt væri að bjóða börnum allt niður í tólf mánaða gömlum leikskólapláss. Verkefnið, sem fékk nafnið Brúum bilið, hafi átt að taka fimm ár.

Endurskoðuð áætlun sem kynnt var í dag feli hins vegar í sér tvöföldun aukningar leikskólaplássa sem kynnt var 2018 og að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust eða rúmu ári á undan áætlun.

„Við erum að opna átta nýjan leikskóla í ár, ótrúlega stórt skref og stærra skref en hér hefur sést síðan einhvern tímann á síðustu öld,“ sagði Skúli í Reykjavík síðdegis í dag.

Þá segir hann að tekist hafi að fjölga starfsfólki leikskóla í borginni um 350 á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka auk þess sem húsnæði leikskólanna hafi verið bætt. Það geri leikskólum kleift að taka við fleiri börnum.

Hlusta má á viðtal við Skúla Helgason í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×