Enn úr leik eftir höfuðskot gegn Dönum: „Lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 07:31 Adam Thorstensen er enn að glíma við afleiðingar höfuðhöggs í byrjun nóvember. Stöð 2 Markvörðurinn ungi og efnilegi Adam Thorstensen hefur ekki getað spilað handbolta í fjóra mánuði eftir að hann fékk skot í höfuðið í leik gegn Danmörku með U20-landsliði Íslands. „Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður. Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
„Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður.
Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira