Innblásinn af landsliðinu og Degi: „Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2022 11:00 Ólafur Stefánsson heldur út til Þýskalands á morgun. stöð 2 Ólafur Stefánsson kveðst spenntur að snúa aftur í þjálfun. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen út tímabilið. Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira