Þetta segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, í samtali við Vísi. Fleiri en einn aðili hafi sýnt eignunum áhuga en hótelið er staðsett í miðju gamla þorpinu í Flatey.
Gengið var frá kaupsamningi í lok janúar. Hótelið sjálft sem heitir Stóra pakkhús er byggt árið 1908 en auk þess er um að ræða Samkomuhúsið, byggt árið 1900, og Eyjólfspakkhús frá 1908. Árið 2019 voru svo byggð starfsmannahús ásamt geymslu og bílskúr. Alls er um að ræða 678,3 fermetra.
Eignirnar hafa verið í eigu Minjaverndar frá árinu 2007 sem hefur staðið að umfangsmikilli endurbyggingu húsanna. Endurbótum eldri húsanna lauk á árunum 2003 til 2007 og 2018 voru þá voru byggð hús þar sem starfsmenn gætu gist. Húsin voru áður í eigu Flateyjarhrepps sem fékk þau úr þrotabúi gamla Íslandsbanka.
Hreppurinn átti forkaupsrétt að eignunum en sveitarstjórn tók þá ákvörðun að nýta sér hann ekki.



