Það gilda lög í stríði Brynhildur Bolladóttir skrifar 2. mars 2022 11:00 Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu. Fréttir eru sagðar af óbreyttum borgurum sem falla, að sprengjur hafi fallið á skóla eða leikskóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur, vegi og internet séu eyðilagðir. Allt undantalið er verndað af alþjóðlegum mannúðarlögum, Genfarsamningunum og þremur viðbótarbókunum við þá, en Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari þeirra. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða þolendur stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur ötullega að því að minna yfirvöld, hermenn, uppreisnarmenn og aðra stríðandi aðila á Genfarsamningana, þ.e. þau lög sem gilda í stríði og þá sérstaklega á mikilvægi þess að vernda almenna borgara. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinn alþjóðlegs mannúðarréttar. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Rauða kross hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna allt frá árinu 1945. Hér má lesa grein Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi, frá árinu 2019 um að íslensk stjórnvöld skrifi undir og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki skrifað undir þennan samning. Ljóst er að mannúðarlög eru oft brotin í stríðsátökum – en þeim er líka mjög oft fylgt. Það þykir ekki fréttnæmt ef menningarverðmætum, skólum eða óbreyttum borgurum er þyrmt. Genfarsamningarnir ásamt hlutleysi sínu gera Rauða krossinum kleift að starfa á átakasvæðum, í Úkraínu sem og annars staðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Flóttamenn Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fæst okkar muna eftir vopnuðum átökum jafn nálægt okkur og nú og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja sig í spor flóttafólks og þegar þúsundir manna flýja heimili sín í Úkraínu. Fréttir eru sagðar af óbreyttum borgurum sem falla, að sprengjur hafi fallið á skóla eða leikskóla og að innviðir á borð við rafmagnslínur, vatnsleiðslur, vegi og internet séu eyðilagðir. Allt undantalið er verndað af alþjóðlegum mannúðarlögum, Genfarsamningunum og þremur viðbótarbókunum við þá, en Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari þeirra. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða þolendur stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur ötullega að því að minna yfirvöld, hermenn, uppreisnarmenn og aðra stríðandi aðila á Genfarsamningana, þ.e. þau lög sem gilda í stríði og þá sérstaklega á mikilvægi þess að vernda almenna borgara. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinn alþjóðlegs mannúðarréttar. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Rauða kross hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna allt frá árinu 1945. Hér má lesa grein Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi, frá árinu 2019 um að íslensk stjórnvöld skrifi undir og fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en íslensk stjórnvöld hafa enn ekki skrifað undir þennan samning. Ljóst er að mannúðarlög eru oft brotin í stríðsátökum – en þeim er líka mjög oft fylgt. Það þykir ekki fréttnæmt ef menningarverðmætum, skólum eða óbreyttum borgurum er þyrmt. Genfarsamningarnir ásamt hlutleysi sínu gera Rauða krossinum kleift að starfa á átakasvæðum, í Úkraínu sem og annars staðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar