Gular viðvaranir tóku gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa snemma í morgun og eru þær í gildi til þrjú í dag.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir veðurspánna hafa legið fyrir strax í gær og var þeim upplýsingum komið til flugfélaganna sem tóku þá ákvörðun um að fresta ferðum.
Samkvæmt þeirra upplýsingum mun veðrið þó ganga yfir frekar fljótlega og því ekki um miklar raskanir að ræða. Um er að ræða rúmlega fjögurra klukkustunda bið í mesta lagi.