„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 12:00 Arnór Sigurðsson í leik gegn Roma í vetur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á leiktíðinni. Getty/Maurizio Lagana „Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því. Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“ Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira
Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira