Sendiherrann segir að barist verði til síðasta blóðdropa um Kænugarð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 18:33 Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi er ómyrk í máli og segir að Úkraínumenn munu verja Kænugarð. Vísir Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina „Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
„Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira