Sendiherrann segir að barist verði til síðasta blóðdropa um Kænugarð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 18:33 Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi er ómyrk í máli og segir að Úkraínumenn munu verja Kænugarð. Vísir Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina „Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Það mun ekki gerast því við munum verja Kænugarð. Úkraína er stórt land með 40milljónir íbúa. Við höfum aldrei staðið þéttar saman. Í okkar huga er þetta stríð allra Úkraínumanna. Þetta er stríð þjóðar og ef þörf krefur verjum við höfuðborg okkar til síðasta blóðdropa.“ Ertu að segja að barist verði á hverju götuhorni? „Einmitt. Sú er staðan einmitt núna,“ segir Olga Dibrova sendiherra Úkraínu á Íslandi. Það sé ekki einungis við herinn að etja því tugir þúsunda karla og kvenna hafi nú þegar gripið til vopna gegn Rússum. „Íbúar sérhverrar borgar berjast nú hver fyrir sig. Þetta er bara venjulegt fólk sem býr yfir dirfsku og hugrekki til að fara út á götur með tómar hendur og þeim tekst að stöðva þungvopnuð farartæki og skriðdreka til að sýna rússneska árásarliðinu að það sé óvelkomið til lands okkar.“ Úkraínski herinn hafi enn aðgang að flugvöllum í nágrenni Kænugarðs og almenningur nægar vistir. Hvernig geta fámennar þjóðir eins og Íslendingar komið Úkraínumönnum til hjálpar? „Haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera núna: Veita Úkraínu hjálp sem NATO-ríki, veita fjárhagslega aðstoð og mannúðaraðstoð og tryggja enn fremur að Rússar skilji að þeir eru að gera rangt, að þeir standi fyrir hræðilegum aðgerðum í Úkraínu,“ segir Olga
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira