Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir segir mikilvægt að fólk átti sig á að COVID-19 sé enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi og að mikilvægt sé að tefja úbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Þórólfur skrifar og birtir á COVID.is. Þórólfur segir að veiran sé í mikilli útbreiðslu þessa dagana. Hann vill halda því til haga að þrátt fyrir að heildarfjöldi tekinna sýna í samfélaginu hafi fækkað þýði það ekki að daglegum smitum hafi fækkað. Þórólfur segir álagið í heilbrigðiskerfinu vera mikið. „Á Landspítala leggjast nú inn um 10 einstaklingar daglega með eða vegna COVID-19 en heldur færri útskrifast. Í dag liggja inn á spítalanum 55 manns með/vegna sjúkdómsins og þar af þrír á gjörgæsludeild, allir á öndunarvél.“ Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sjö inniliggjandi með sjúkdóminn og þar af er einn á gjörgæsludeild í öndunarvél. „Þannig er COVID-19 ennþá að valda alvarlegum veikindum þó þau séu hlutfallslega fátíðari en í fyrri bylgjum faraldursins.“ Fólk þurfi að átta sig á að COVID-19 sé enn alvarlegt vandamál Hann segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að COVID-19 sé á þessum tímapunkti enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi þrátt fyrir að opinberum sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu hafi verið aflétt. „Því eru allir hvattir til að viðhafa áfram einstaklingsbundnar sóttvarnir sem miða að því að tefja útbreiðslu COVID-19 og þar með koma í veg fyrir óviðráðanlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Þórólfur skrifar og birtir á COVID.is. Þórólfur segir að veiran sé í mikilli útbreiðslu þessa dagana. Hann vill halda því til haga að þrátt fyrir að heildarfjöldi tekinna sýna í samfélaginu hafi fækkað þýði það ekki að daglegum smitum hafi fækkað. Þórólfur segir álagið í heilbrigðiskerfinu vera mikið. „Á Landspítala leggjast nú inn um 10 einstaklingar daglega með eða vegna COVID-19 en heldur færri útskrifast. Í dag liggja inn á spítalanum 55 manns með/vegna sjúkdómsins og þar af þrír á gjörgæsludeild, allir á öndunarvél.“ Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sjö inniliggjandi með sjúkdóminn og þar af er einn á gjörgæsludeild í öndunarvél. „Þannig er COVID-19 ennþá að valda alvarlegum veikindum þó þau séu hlutfallslega fátíðari en í fyrri bylgjum faraldursins.“ Fólk þurfi að átta sig á að COVID-19 sé enn alvarlegt vandamál Hann segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að COVID-19 sé á þessum tímapunkti enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi þrátt fyrir að opinberum sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu hafi verið aflétt. „Því eru allir hvattir til að viðhafa áfram einstaklingsbundnar sóttvarnir sem miða að því að tefja útbreiðslu COVID-19 og þar með koma í veg fyrir óviðráðanlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Sjá meira
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38
3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10