Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2022 17:07 Hinrik Ingi er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum eftir atvik við Reykjanesbraut í janúar þar sem karlmaður steig út úr bíl sínum, gekk upp að bílnum fyrir aftan og sparkaði í bílstjórarúðuna með miklu offorsi. Vísir 27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hinrik Ingi Óskarsson heitir sá dæmdi en hann hefur endurtekið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin ár. Hann var í fremstu röð í Crossfit hér á landi en var meinuð þátttaka í mótum eftir að hafa endurtekið fallið á lyfjaprófi. Rauf nálgunarbann Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ákæran á hendur Hinrik Inga var fjölmörgum liðum. Sá fyrsti og ítarlegasti snýr að frelsissviptingu og ráni frá því 23. nóvember 2020. Þar var Hinrik Inga gefið að sök að hafa svipt karlmann frelsi sínu í rúma klukkustund með þeim hætti að Hinrik Ingi sótti hann á heimli hans, tók hann við annan mann upp í bíl þar sem hann tók iPhone 11 síma hans af honum og sló með krepptum hnefa í búk. Við Hamraborgina í Kópavogi gerði karlmaðurinn tilraun til að hlaupa undan Hinrik Inga sem náði honum, sló með krepptum hnefa í búkinn og tók um háls hans og þrengdi að. Ók hann áfram með hann um höfuðborgarsvæðið og hafði í lífláts- og líkamsmeiðingarhótunum við han vegna samskipta hans við fyrrverandi unnustu Hinriks Inga. Hafði hann í hótunum að drepa karlmanninn, fjölskyldu hans og hundinn hans. Kveikja í húsnæði og bílum í þeirra eigu leitaði hann til lögreglu. Að lokum pantaði Hinrik Ingi leigubíl, skipaði manninum upp í og var honum skutlað heim. Hinrik Ingi var úrskurðaður í nálgunarbann gegn fyrrnefndum karlmanni en rauf það endurtekið með því að hafa ítrekað og sem mánuðum skiptir hringt í hann og fjölskyldu hans, dag sem nótt. Var Hinrik dæmdur til að greiða viðkomandi 650 þúsund krónur í bætur auk vaxta. Skorið á dekk Svala Lind Ægisdóttir, móðir brotaþola í málinu, steig fram í viðtali við Ísland í dag í mars í fyrra. Þar lýsti hún ofsóknum og hótunum í garð sonar hennar og fjölskyldunnar. „Honum er sem sagt hótað, að ef við munum snúa okkur til lögreglu eða segja frá þá munum við öll láta lífið. Við erum öll talin upp í röð. Svo hefjast endalaus símtöl, No caller ID símtöl, úr hans eigin síma, skilaboð, skilaboð í gegnum annað fólk, hótanir í gegnum annað fólk, hótanir í gegnum Instagram. Að keyra fyrir utan heima hjá okkur með látum, með mjög annarlegu aksturslagi fram og til baka í rólegu fjölskylduhverfi. Hann áreitir okkur á vinnustað, kemur á vinnustaðinn okkar,“ sagði Svala Lind. Þá grunaði Svala Lind hann um að hafa brotið framrúðu á bíl sínum auk þess sem hann var handtekinn fyrir að hafa skorið á dekk á bíl hennar. Var Hinrik Ingi dæmdur fyrir að skera á dekkin en upptaka af því náðist á öryggismyndavél. Hann virðist þó ekki hafa hlotið dóm fyrir að brjóta framrúðu á bíl fjölskyldunnar og má telja líklegt að sönnunargögn hafi skort. Missir prófið í 42 mánuði Hinrik játaði einnig að hafa slegið karlmann í andlitið í anddyri húss á Seltjarnarnesi í maí 2020. Hlaut viðkomandi nefbrot, tognun á kjálka og bar á kinn. Var Hinrik dæmdur til að greiða honum 350 þúsund krónur í bætur. Þá var hann tekinn með kókaín í bíl sínum og undir áhrifum slævandi lyfja og fíkniefna við akstur í þrígang. Þá var hann dæmdur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum gegn rauðu ljósi við gatnamót Suðurlandsbrautar og Álfheima á annan bíl í maí 2021. Hljóp hann af vettvangi brotsins. Þá hafnaði hann í eitt skipti á grindverki utan vegar við Vesturvör í Kópavogi með mikið magn kókaíns í blóði sínu. Í ljósi þess að Hinrik Ingi hafði ekki áður hlotið refsingu fyrir lagabrot þótti fimmtán mánaða dómur hæfileg refsing, þar af tólf mánuðir á skilorði. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú og hálft ár. Þá var hann dæmdur til að greiða hinum brotaþolunum, þeim sem hann kýldi á Seltjarnarnesi og móður þess sem hann frelsissvipti, 418 þúsund krónur annars vegar og 284 þúsund krónur hins vegar í bætur. Á dögunum birtist myndband af karlmanni ganga berserksgang á Reykjanesbraut. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Hinrik Inga. Hann var handtekinn í kjölfarið og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Dómsmál Tengdar fréttir Berserkurinn á Reykjanesbrautinni hnepptur í varðhald Maður sem grunaður er um að hafa gengið berskerksgang á Reykjanesbraut í síðustu viku var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina. 24. janúar 2022 10:16 Búið að handtaka eltihrellinn Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. 23. mars 2021 18:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hinrik Ingi Óskarsson heitir sá dæmdi en hann hefur endurtekið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin ár. Hann var í fremstu röð í Crossfit hér á landi en var meinuð þátttaka í mótum eftir að hafa endurtekið fallið á lyfjaprófi. Rauf nálgunarbann Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ákæran á hendur Hinrik Inga var fjölmörgum liðum. Sá fyrsti og ítarlegasti snýr að frelsissviptingu og ráni frá því 23. nóvember 2020. Þar var Hinrik Inga gefið að sök að hafa svipt karlmann frelsi sínu í rúma klukkustund með þeim hætti að Hinrik Ingi sótti hann á heimli hans, tók hann við annan mann upp í bíl þar sem hann tók iPhone 11 síma hans af honum og sló með krepptum hnefa í búk. Við Hamraborgina í Kópavogi gerði karlmaðurinn tilraun til að hlaupa undan Hinrik Inga sem náði honum, sló með krepptum hnefa í búkinn og tók um háls hans og þrengdi að. Ók hann áfram með hann um höfuðborgarsvæðið og hafði í lífláts- og líkamsmeiðingarhótunum við han vegna samskipta hans við fyrrverandi unnustu Hinriks Inga. Hafði hann í hótunum að drepa karlmanninn, fjölskyldu hans og hundinn hans. Kveikja í húsnæði og bílum í þeirra eigu leitaði hann til lögreglu. Að lokum pantaði Hinrik Ingi leigubíl, skipaði manninum upp í og var honum skutlað heim. Hinrik Ingi var úrskurðaður í nálgunarbann gegn fyrrnefndum karlmanni en rauf það endurtekið með því að hafa ítrekað og sem mánuðum skiptir hringt í hann og fjölskyldu hans, dag sem nótt. Var Hinrik dæmdur til að greiða viðkomandi 650 þúsund krónur í bætur auk vaxta. Skorið á dekk Svala Lind Ægisdóttir, móðir brotaþola í málinu, steig fram í viðtali við Ísland í dag í mars í fyrra. Þar lýsti hún ofsóknum og hótunum í garð sonar hennar og fjölskyldunnar. „Honum er sem sagt hótað, að ef við munum snúa okkur til lögreglu eða segja frá þá munum við öll láta lífið. Við erum öll talin upp í röð. Svo hefjast endalaus símtöl, No caller ID símtöl, úr hans eigin síma, skilaboð, skilaboð í gegnum annað fólk, hótanir í gegnum annað fólk, hótanir í gegnum Instagram. Að keyra fyrir utan heima hjá okkur með látum, með mjög annarlegu aksturslagi fram og til baka í rólegu fjölskylduhverfi. Hann áreitir okkur á vinnustað, kemur á vinnustaðinn okkar,“ sagði Svala Lind. Þá grunaði Svala Lind hann um að hafa brotið framrúðu á bíl sínum auk þess sem hann var handtekinn fyrir að hafa skorið á dekk á bíl hennar. Var Hinrik Ingi dæmdur fyrir að skera á dekkin en upptaka af því náðist á öryggismyndavél. Hann virðist þó ekki hafa hlotið dóm fyrir að brjóta framrúðu á bíl fjölskyldunnar og má telja líklegt að sönnunargögn hafi skort. Missir prófið í 42 mánuði Hinrik játaði einnig að hafa slegið karlmann í andlitið í anddyri húss á Seltjarnarnesi í maí 2020. Hlaut viðkomandi nefbrot, tognun á kjálka og bar á kinn. Var Hinrik dæmdur til að greiða honum 350 þúsund krónur í bætur. Þá var hann tekinn með kókaín í bíl sínum og undir áhrifum slævandi lyfja og fíkniefna við akstur í þrígang. Þá var hann dæmdur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum gegn rauðu ljósi við gatnamót Suðurlandsbrautar og Álfheima á annan bíl í maí 2021. Hljóp hann af vettvangi brotsins. Þá hafnaði hann í eitt skipti á grindverki utan vegar við Vesturvör í Kópavogi með mikið magn kókaíns í blóði sínu. Í ljósi þess að Hinrik Ingi hafði ekki áður hlotið refsingu fyrir lagabrot þótti fimmtán mánaða dómur hæfileg refsing, þar af tólf mánuðir á skilorði. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú og hálft ár. Þá var hann dæmdur til að greiða hinum brotaþolunum, þeim sem hann kýldi á Seltjarnarnesi og móður þess sem hann frelsissvipti, 418 þúsund krónur annars vegar og 284 þúsund krónur hins vegar í bætur. Á dögunum birtist myndband af karlmanni ganga berserksgang á Reykjanesbraut. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Hinrik Inga. Hann var handtekinn í kjölfarið og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.
Dómsmál Tengdar fréttir Berserkurinn á Reykjanesbrautinni hnepptur í varðhald Maður sem grunaður er um að hafa gengið berskerksgang á Reykjanesbraut í síðustu viku var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina. 24. janúar 2022 10:16 Búið að handtaka eltihrellinn Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. 23. mars 2021 18:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Berserkurinn á Reykjanesbrautinni hnepptur í varðhald Maður sem grunaður er um að hafa gengið berskerksgang á Reykjanesbraut í síðustu viku var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina. 24. janúar 2022 10:16
Búið að handtaka eltihrellinn Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. 23. mars 2021 18:12