Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2022 14:00 Abramovich bak við rússneskan fána á fundi með fleiri rússneskum viðskiptajöfrum með Vlaidmir Putin árið 2016. Getty Images/Mikhail Svetlov Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni. Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni.
Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00