Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2022 14:00 Abramovich bak við rússneskan fána á fundi með fleiri rússneskum viðskiptajöfrum með Vlaidmir Putin árið 2016. Getty Images/Mikhail Svetlov Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni. Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni.
Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00