ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 13:59 Frá æfingu rússneska landsliðsins í krullu fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra. Getty/Alexander Demianchuk Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira