„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2022 20:05 Sebastian Alexanderssyni var heitt í hamsi eftir tapið í dag. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“ Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“
Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira