„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 23:01 Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningi Íslendinga á mótmælunum í dag. vísir Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Boðað var til mótmæla og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna stríðsins. Mótmælendur krefjast þess að gripið verði til vopnahlés í Úkraínu og að hermenn Rússa og Hvít-rússa dragi sig frá landinu. „Stöðvið stríðið“ stóð á mörgum skiltum.elísabet „Það eru tuttugu mínútur liðnar af samstöðufundinum og fólk streymir enn hér að. Ég myndi giska á að það væru 500-600 manns á svæðinu. Hér er fólk með skilti og á þeim stendur: Stöðvum Pútín, stöðvum Rússa, burt með Pútín. Hér er fólk að sýna samstöðu með Úkraínumönnum.“ „Það er bara hræðilegt að lesa fréttir. Þetta er algjör skelfing. Hjálparleysið og finnast maður ekki geta gert neitt,“ sagði Matthildur Magnúsdóttir. Úkraínsk kona var hrærð yfir stuðningnum í dag. „Þetta er bara algjör hryllingur sem er að gerast núna. Ég vissi að fjölmiðlafólk yrði á staðnum og ég hugsaði hvað ég gæti sagt en ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum.“ Hugsar til móður í Kænugarði Móðir hennar er stödd í Kænugarði og dvelur að mestu í neðanjarðarlestarstöðvum. „Hún situr bara í kjallaranum og ég er búin að sýna henni stuðninginn og ég vil þakka Íslendingum kærlega fyrir stuðninginn af því að við, Úkraínumenn sem erum á Íslandi, við getum ekki gert neitt. Við vitum ekki hvað við getum gert og það er verst.“ Mótmælin voru fjölmenn og lögreglan á staðnum.elísabet Af hverju eruð þið hérna í dag? „Til að mótmæla rússneska sendiherranum,“ sagði Inga Jóna Haarde Vignisdóttir. „Maður vill hjálpa eins mikið og hægt er en það er erfitt,“ sagði Hedda Morén. „Hættiði stríði, Úkraína þarf að lifa,“ sagði Eva Bryndís Ragnheiðardóttir. Kisa sýndi líka samstöðu. Að sjálfsögðu í peysu enda kalt í veðri.elísabet elísabet
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27. febrúar 2022 10:17