Snorri Steinn: „13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 18:00 Snorri Steinn, þjálfari Vals var sáttur með 13 marka sigur. Vísir: Elín Björg Snorri Steinn Guðjónsson var sáttur þegar Valsarar sigruðu KA með þrettán mörkum í Olís-deild karla í dag. Valsarar mættu gríðarlega öflugir til leiks og tóku völdin strax á fyrstu mínútunum. Lokatölur 33-20. „Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“ Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
„Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“
Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16