Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2022 21:01 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira