Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 22:01 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Einar/Stöð2 Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún. Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún.
Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira