Verðbólga eykst í 6,2 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 09:06 Verðbólga hefur aukist víða um heim undanfarin misseri. Vísir/Hanna Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26
Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13