Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. febrúar 2022 23:20 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Joe Biden Bandaríkjaforseti, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynntu um refsiaðgerðir í dag. Samsett/AP Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag gefið út yfirlýsingar vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu sem hófst í nótt og fordæma þar aðgerðir Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Átök hafa brotist út víða í Úkraínu og sækja Rússar að úr öllum áttum. Um 100 þúsund manns hafa þurft að flýja Úkraínu frá því að innrásin hófst, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Í kvöld náðu Rússar stjórn yfir Chernobyl kjarnorkuverinu og sagðist varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum í norðurhluta Kænugarðs eftir mikil átök. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í dag að eignir yfir 100 rússneskra aðila og stofnanna í Bretlandi verði frystar og að rússneskum bönkum yrði meinað að eiga viðskipti innan Bretlands. Einnig yrðu takmarkanir réttindum Rússa til inn- og útflutnings. Þá tilkynnti Johnson sömuleiðis um löggjöf sem að myndi koma í veg fyrir að rússnesk fyrirtæki gætu beitt sér á breskum viðskiptamarkaði og lagði til að rússneskum fyrirtækjum yrði meinað aðgangur að SWIFT alþjóðabankakerfinu, sem myndi reynast mikið högg fyrir Rússa. Johnson hafði áður reynt að sannfæra leiðtoga G7 ríkjanna að útiloka Rússa frá SWIFT en það ekki tekist. Að sögn Johnsons er um að ræða „umfangsmestu efnahagsþvinganir sem Rússland hefur séð“ en þær voru alls tíu talsins. „Pútín mun standa eftir dæmdur í augum heimsins og sögunnar. Hann mun aldrei geta þvegið blóð Úkraínu af höndum sér,“ sagði Johnson við þingmenn í dag. BREAKING: Boris Johnson announces "largest set of economic sanctions Russia has seen," including banning Russian banks from U.K. finance system, blocking Russian firms from raising finance in London and sanctions against over 100 individuals and entities https://t.co/ToCVAIl1eP pic.twitter.com/rkHaXNUytx— Bloomberg UK (@BloombergUK) February 24, 2022 Biden sagði Rússa eftir að sjá afleiðingarnar Skömmu eftir að Bretar höfðu tilkynnt um sínar refsiaðgerðir ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína og lagði til sambærilegar refsiaðgerðir og Bretar höfðu gert. Bandaríkin munu hefta getu Rússlands til að stunda viðskipti í dollurum, evrum, pundum og jen á alþjóðamarkaði, koma í veg fyrir frekari fjármögnun og vöxt rússneska hersins og refsa bönkum sem eiga samanlagt um eina billjón dollara í eignum. Þá yrði inn- og útflutningur Rússa sömuleiðis takmarkaður og hátt settir aðilar beittir viðskiptaþvingunum. Ekki stæði til að loka fyrir aðgang Rússa að SWIFT kerfinu. "Putin chose this war"US President Joe Biden condemns Russia's invasion of Ukraine and announces sanctions https://t.co/BnfQ90yFem pic.twitter.com/Ng8tLGV1i6— BBC News (World) (@BBCWorld) February 24, 2022 „Pútín er árásaraðilinn. Pútín valdi þetta stríð og nú mun hann og þjóð hans þurfa að lifa með afleiðingunum,“ sagði Biden í ávarpi sínu og bætti við að Rússar ættu eftir að sjá afleiðingar refsiaðgerðanna. Biden sagði það ekki úr myndinni að beita refsiaðgerðum gegn Pútín sjálfum en að hann myndi ekki gera það strax. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir frá fjölmiðlamönnum útskýrði Biden ekki hvers vegna hann ákvað að gera það ekki. Evrópusambandið boðar hörðustu aðgerðirnar til þessa Leiðtogaráð Evrópusambandsins tilkynnti þá að loknum fundi í kvöld um frekari refsiaðgerðir en utanríkismálastjóri ESB, Josep Borrell lýsti refsiaðgerðunum sem „harkalegasta refsiaðgerðarpakka“ sem sambandið hefur lagt fram til þessa. Sambandið hafði þegar tilkynnt um refsiaðgerðir í gær. A new, second EU sanctions package would increase capital outflow, raise inflation, and gradually erode Russia’s industrial basis, EU Commission chief Ursula von der Leyen said https://t.co/YWuwtkbACB pic.twitter.com/1hxiYJJuHH— Reuters (@Reuters) February 24, 2022 Meðal þess leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 samþykktu á fundinum voru enn frekari takmarkanir á sviði viðskipta og orku- og samgöngumála. Ríkin munu líkt og Bretland og Bandaríkin frysta eignir rússneskra aðila og banka og meina þeim aðgangi að evrópskum markaði. Að því er kemur fram í samantekt ráðsins er um að ræða aðgerðir sem koma til með að hafa miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa. Þá standi einnig til að beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum og er slíkur pakki í vinnslu. Tekist var þó á um það hversu langt Evrópusambandið ætti að ganga í refsiaðgerðum og tóku nokkur ríki undir kröfu Breta, um að meina Rússlandi aðgangi að Swift alþjóðabankakerfinu. Leiðtogar stærstu ríkjanna eru þar ósammála. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag gefið út yfirlýsingar vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu sem hófst í nótt og fordæma þar aðgerðir Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Átök hafa brotist út víða í Úkraínu og sækja Rússar að úr öllum áttum. Um 100 þúsund manns hafa þurft að flýja Úkraínu frá því að innrásin hófst, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Í kvöld náðu Rússar stjórn yfir Chernobyl kjarnorkuverinu og sagðist varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum í norðurhluta Kænugarðs eftir mikil átök. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í dag að eignir yfir 100 rússneskra aðila og stofnanna í Bretlandi verði frystar og að rússneskum bönkum yrði meinað að eiga viðskipti innan Bretlands. Einnig yrðu takmarkanir réttindum Rússa til inn- og útflutnings. Þá tilkynnti Johnson sömuleiðis um löggjöf sem að myndi koma í veg fyrir að rússnesk fyrirtæki gætu beitt sér á breskum viðskiptamarkaði og lagði til að rússneskum fyrirtækjum yrði meinað aðgangur að SWIFT alþjóðabankakerfinu, sem myndi reynast mikið högg fyrir Rússa. Johnson hafði áður reynt að sannfæra leiðtoga G7 ríkjanna að útiloka Rússa frá SWIFT en það ekki tekist. Að sögn Johnsons er um að ræða „umfangsmestu efnahagsþvinganir sem Rússland hefur séð“ en þær voru alls tíu talsins. „Pútín mun standa eftir dæmdur í augum heimsins og sögunnar. Hann mun aldrei geta þvegið blóð Úkraínu af höndum sér,“ sagði Johnson við þingmenn í dag. BREAKING: Boris Johnson announces "largest set of economic sanctions Russia has seen," including banning Russian banks from U.K. finance system, blocking Russian firms from raising finance in London and sanctions against over 100 individuals and entities https://t.co/ToCVAIl1eP pic.twitter.com/rkHaXNUytx— Bloomberg UK (@BloombergUK) February 24, 2022 Biden sagði Rússa eftir að sjá afleiðingarnar Skömmu eftir að Bretar höfðu tilkynnt um sínar refsiaðgerðir ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína og lagði til sambærilegar refsiaðgerðir og Bretar höfðu gert. Bandaríkin munu hefta getu Rússlands til að stunda viðskipti í dollurum, evrum, pundum og jen á alþjóðamarkaði, koma í veg fyrir frekari fjármögnun og vöxt rússneska hersins og refsa bönkum sem eiga samanlagt um eina billjón dollara í eignum. Þá yrði inn- og útflutningur Rússa sömuleiðis takmarkaður og hátt settir aðilar beittir viðskiptaþvingunum. Ekki stæði til að loka fyrir aðgang Rússa að SWIFT kerfinu. "Putin chose this war"US President Joe Biden condemns Russia's invasion of Ukraine and announces sanctions https://t.co/BnfQ90yFem pic.twitter.com/Ng8tLGV1i6— BBC News (World) (@BBCWorld) February 24, 2022 „Pútín er árásaraðilinn. Pútín valdi þetta stríð og nú mun hann og þjóð hans þurfa að lifa með afleiðingunum,“ sagði Biden í ávarpi sínu og bætti við að Rússar ættu eftir að sjá afleiðingar refsiaðgerðanna. Biden sagði það ekki úr myndinni að beita refsiaðgerðum gegn Pútín sjálfum en að hann myndi ekki gera það strax. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir frá fjölmiðlamönnum útskýrði Biden ekki hvers vegna hann ákvað að gera það ekki. Evrópusambandið boðar hörðustu aðgerðirnar til þessa Leiðtogaráð Evrópusambandsins tilkynnti þá að loknum fundi í kvöld um frekari refsiaðgerðir en utanríkismálastjóri ESB, Josep Borrell lýsti refsiaðgerðunum sem „harkalegasta refsiaðgerðarpakka“ sem sambandið hefur lagt fram til þessa. Sambandið hafði þegar tilkynnt um refsiaðgerðir í gær. A new, second EU sanctions package would increase capital outflow, raise inflation, and gradually erode Russia’s industrial basis, EU Commission chief Ursula von der Leyen said https://t.co/YWuwtkbACB pic.twitter.com/1hxiYJJuHH— Reuters (@Reuters) February 24, 2022 Meðal þess leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 samþykktu á fundinum voru enn frekari takmarkanir á sviði viðskipta og orku- og samgöngumála. Ríkin munu líkt og Bretland og Bandaríkin frysta eignir rússneskra aðila og banka og meina þeim aðgangi að evrópskum markaði. Að því er kemur fram í samantekt ráðsins er um að ræða aðgerðir sem koma til með að hafa miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa. Þá standi einnig til að beita Hvíta-Rússland refsiaðgerðum og er slíkur pakki í vinnslu. Tekist var þó á um það hversu langt Evrópusambandið ætti að ganga í refsiaðgerðum og tóku nokkur ríki undir kröfu Breta, um að meina Rússlandi aðgangi að Swift alþjóðabankakerfinu. Leiðtogar stærstu ríkjanna eru þar ósammála.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14
Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45