Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 19:45 Mikhail Noskov sendiherra Rússlands segir nasista fá að starfa óáreitta í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“