Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 19:45 Mikhail Noskov sendiherra Rússlands segir nasista fá að starfa óáreitta í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13