Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2022 08:41 Þórdís Kolbrún og Katrín hafa fordæmt árás Rússa fortakslaust. Þær eru hér ásamt Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra á tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“ Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“
Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23