Tryggvi Snær: Þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 10:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar hér góðum úrslitum hjá íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Með honum er Pavel Ermolinskij sem er kominn aftur inn í landsliðið. Vísir/Bára Dröfn Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið leikur sinn fyrsta landsleik á árinu 2022. Tryggvi Snær Hlinason og félagar gætu þar stigið stórt skref í átt að því að komast upp úr sínum riðli í undankeppni HM. Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Tryggvi Snær hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landinu undanfarin ár en hann er að spila með Zaragoza í spænsku ACB-deildinni. Hann var með 12,3 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í leik með landsliðinu á árinu 2021. Guðjón Guðmundsson hitti Tryggva á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Ítalir eru mjög góðir og þeir hafa stóra og flotta leikmenn. Þeir hafa úr mörgu að spila úr. Við þurfum að mæta þessum mönnum brjálaðir og tilbúnir í allt. Tilbúnir að berjast,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason. „Fyrir utan tvo leikmenn með Covid heima þá erum við hérna nokkurn veginn allir. Við vonumst til að þeir detti inn fyrir leikinn eða þá fyrir seinni leikinn. Það verður gaman að sjá hvernig við munum nýta það að spila með alla,“ sagði Tryggvi Snær en hvað með stöðuna á Tryggva sjálfum? Klippa: Gaupi ræddi við Tryggva „Ég er ávallt í fínu standi, það er enginn spurning,“ svaraði Tryggvi en hvað þurfa íslensku strákarnir að gera í leiknum til að fá eitthvað út honum? „Við þurfum bara að vera duglegri en þeir. Þeir hafa hæfileikana og þeir hafa styrkinn en við þurfum að mæta þeim á öllum stöðum og berjast meira en þeir. Þegar lokamínútan byrjar þá þurfum við bara að vera með inn í leiknum og reyna að klára hann,“ sagði Tryggvi en eigum við möguleika? „Já að sjálfsögðu. Við þurfum að koma þeim á óvart með okkar íslenska brjálæði,“ sagði Tryggvi. „Líkamlega er ég algóður og það hefur gengið vel í síðustu leikjum úti. Ég kem í góðum fíling og tilbúinn að spila með þessum meisturum hérna,“ sagði Tryggvi. „Atvinnumennskan er stundum upp og niður en ég get ekki kvartað. Það gengur bara nokkuð vel úti í Zaragoza. Það er alltaf gaman að spila körfubolta og halda áfram að bæta sig,“ sagði Tryggvi. „Maður er stundum einn þarna úti og oft saknar maður Íslands. Síðan kemur maður til Íslands og þá kemur eitthvað veður og minnir mann á það hvað maður hefur það gott. Maður saknar samt alltaf að vera aðeins heima, hitta vinina og fjölskylduna. Ég get ekki kvartað og er bara að njóta þess að prufa þetta lífa,“ sagði Tryggvi. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira