Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:20 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var sáttur með stigin tvö á móti HK Vísir: Vilhelm Gunnarsson Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. „Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“ Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Freyr sagði já við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
„Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“
Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Freyr sagði já við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15