Jón Arnór hraunaði yfir félagana í eldræðu: „Lítið út eins og fokking börn“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 12:00 Liðsfélagar Jóns Arnórs steinþögðu allir sem einn á meðan að hann hellti úr skálum reiði sinnar. Skjáskot/Stöð 2 Jón Arnór Stefánsson hraunaði gjörsamlega yfir orðlausa liðsfélaga sína í mikilli eldræðu sem hann flutti í búningsklefanum eftir að hafa tapað með Val gegn sínu gamla liði KR á síðustu leiktíð. Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira