Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:43 Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld. Drew Angerer/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39