Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:43 Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í kvöld. Drew Angerer/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Í ávarpi sem forsetinn flutti nú í kvöld lýsti hann þeim aðgerðum sem hann og ríkisstjórn ætla að grípa til, með það að markmiði að beita Rússa þrýstingi. Hann sagði Bandaríkin ætla sér að beita Rússa harðari refsiaðgerðum en gert var árið 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Aðgerðirnar munu fela það í sér að reyna að draga úr fjármálastreymi frá vesturlöndum, með því að koma í veg fyrir fjárfestingar tveggja rússneskra banka á vesturlöndum. Eins munu Bandaríkin beita rússneska auðmenn og fjölskyldur þeirra þvingunum af sama toga. „Þau taka þátt í spilltum leikjum Kreml og ættu því að finna fyrir sársaukanum líka,“ sagði Biden. Þó er talið að Biden muni „geyma“ það að ráðast í harðari refsiaðgerðir, þar til áhrif þeirra aðgerða sem nú verður ráðist í koma í ljós. Telur Pútín ekki hættan Biden vék einnig að viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði Luhansk og Donetsk, tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Sagði forsetinn að ákvörðun Pútins um að viðurkenna meint sjálfstæði héraðanna væri „fáránleg“ og fullyrti að um brot á alþjóðalögum væri að ræða. „Í stuttu máli þá tilkynnti Rússland með þessu að skera eigi stóran hluta út úr Úkraínu,“ sagði forsetinn og bætti við að svæðin sem um ræðir tilheyri Úkraínu. Þá sagðist hann telja Pútín vera á vegferð sem veitti honum einhvers konar réttlætingu til landvinninga í Úkraínu, mögulega með átökum. „Þetta er upphaf rússneskrar árásar inn í Úkraínu,“ sagði forsetinn. Því væri nauðsynlegt að grípa til viðskiptaþvingana. „Hver í guðs nafni heldur Pútín að gefi honum réttinn til þess að lýsa yfir stofnun nýrra svokallaðra „ríkja,“ á svæði sem tilheyrir nágrönnum hans,“ spurði forsetinn einnig. Hér að ofan má sjá ávarp forsetans í heild.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39