Bandaríska kvennalandsliðið fær jafn mikið greitt og karlalandsliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 20:22 Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fær loksins jafn mikið greitt og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Brad Smith/ISI Photos/Getty Images Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð samkomulagi við stjórn knattspyrnusambandsins þar í landi um að leikmenn liðsins fái jafn mikið greitt fyrir vinnu sína með landsliðinu og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira
Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira