Hefur verið frá í mánuð vegna covid: „Þetta er ömurlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 09:00 Ragnheiður Júlíusdóttir er öflug skytta og mikill markaskorari. vísir/Hulda Margrét Handboltakonan Ragnheiður Júlíusdóttir hafði varla misst af leik á ferli sínum í meistaraflokki en nú hefur hún hvorki getað æft né spilað í um mánuð vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður hefur ekki spilað með Fram síðan í tveggja marka tapi gegn ÍBV, 24-26, 29. janúar. Hún greindist með kórónuveiruna 4. febrúar. Hún hafði áður glímt við veikindi og þessi blanda hefur ekki bara komið í veg fyrir að hún geti spilað handbolta heldur einnig sinnt námi og vinnu. „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi. „Það hefur verið erfitt að geta ekki mætt á æfingar og verið með. Ég held ég hafi varla misst af leik síðan ég byrjaði í meistaraflokki 2013. Það er mikil óvissa framundan sem er óskemmtileg. En ég reyni að gera allt til að ná mér góðri og byggja mig upp í landsleikjahléinu.“ Hefur ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar Undanfarnar vikur hefur Ragnheiður ekki gert annað en að reyna að ná sér af veikindunum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og námi en hef ekki getað sinnt því,“ sagði Ragnheiður. Veikindin hafa því ýtt vinnu, námi og handboltanum út af borðinu hjá henni. Ragnheiður hefur leikið með Fram allan sinn feril.vísir/Hulda Margrét „Ég byrjaði að vera veik í janúar og hef ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar, síðan við spiluðum gegn KA/Þór [8. janúar]. Þetta er orðinn svolítið langur tími.“ En hvernig lýsa einkennin sér? „Þreyta, mikil mæði, hár púls, svimi. Áreynsla er erfið,“ svaraði Ragnheiður sem er þríbólusett. „Ég geri alveg hluti en það er dagamunur á mér.“ Verð að halda í bjartsýnina Ragnheiður segir óvissuna óþægilega, að vita ekki hvenær hún getur snúið aftur eftir veikindin. „Það er mjög óþægilegt. Ég get ekkert sagt um það en mér finnst ég hægt og rólega að verða betri. Ég verð að reyna að vera bjartsýn og stefni á bikarhelgina. En það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ragnheiður en bikarhelgin hefst 9. mars og lýkur með úrslitaleik 12. mars. Ragnheiður segir að læknar hafi fá svör um það hvenær hún geti komið til baka eftir veikindin. „Þeir hafa sagt að það taki tíma að losna almennilega við veiruna úr líkamanum. Þetta eru ekki bara fimm dagar. Ég á að fara hægt og rólega af stað, flýta mér ekki um of, hlusta á líkamann og sjá til. Þetta er mikil óvissa. Læknar vita í raun ekkert heldur. Það er ekki langt síðan ég losnaði úr einangrun þannig að maður þarf að bíða í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig maður verður,“ sagði Ragnheiður. Ömurlegt að missa af landsleikjunum Hún hefur misst af síðustu leikjum Fram og gat vegna veikindanna ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ragnheiður lék mjög vel og skoraði sjö mörk þegar Ísland vann Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ragnheiður lætur vaða í leiknum gegn Serbíu í undankeppni EM.vísir/Jónína „Ég er mjög leið yfir þessu og þetta er ömurlegt því mér finnst ég loksins vera komin með almennilegt hlutverk í landsliðinu og líður vel. Ég var orðin mjög spennt fyrir þessu og að spila með Fram á þessum tíma. Ég hef alltaf átt mín bestu augnablik eftir áramót,“ sagði Ragnheiður. „Þetta er hræðileg tímasetning en ég verð að reyna að koma mér í gang sem fyrst.“ Þarf mikið til að halda henni frá keppni Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er Ragnheiður á sínu níunda tímabili í meistaraflokki. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Fram og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur Ragnheiður í tvígang orðið markadrottning efstu deildar. Frá því Ragnheiður byrjaði að spila með meistaraflokki haustið 2013 hefur hún varla misst úr leik, fyrr en nú. „Ég hef kannski misst af einum til tveimur leikjum síðan ég byrjaði. Það er því mikið sagt fyrst ég get ekki keppt,“ sagði Ragnheiður að lokum. Olís-deild kvenna Fram Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Ragnheiður hefur ekki spilað með Fram síðan í tveggja marka tapi gegn ÍBV, 24-26, 29. janúar. Hún greindist með kórónuveiruna 4. febrúar. Hún hafði áður glímt við veikindi og þessi blanda hefur ekki bara komið í veg fyrir að hún geti spilað handbolta heldur einnig sinnt námi og vinnu. „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi. „Það hefur verið erfitt að geta ekki mætt á æfingar og verið með. Ég held ég hafi varla misst af leik síðan ég byrjaði í meistaraflokki 2013. Það er mikil óvissa framundan sem er óskemmtileg. En ég reyni að gera allt til að ná mér góðri og byggja mig upp í landsleikjahléinu.“ Hefur ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar Undanfarnar vikur hefur Ragnheiður ekki gert annað en að reyna að ná sér af veikindunum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og námi en hef ekki getað sinnt því,“ sagði Ragnheiður. Veikindin hafa því ýtt vinnu, námi og handboltanum út af borðinu hjá henni. Ragnheiður hefur leikið með Fram allan sinn feril.vísir/Hulda Margrét „Ég byrjaði að vera veik í janúar og hef ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar, síðan við spiluðum gegn KA/Þór [8. janúar]. Þetta er orðinn svolítið langur tími.“ En hvernig lýsa einkennin sér? „Þreyta, mikil mæði, hár púls, svimi. Áreynsla er erfið,“ svaraði Ragnheiður sem er þríbólusett. „Ég geri alveg hluti en það er dagamunur á mér.“ Verð að halda í bjartsýnina Ragnheiður segir óvissuna óþægilega, að vita ekki hvenær hún getur snúið aftur eftir veikindin. „Það er mjög óþægilegt. Ég get ekkert sagt um það en mér finnst ég hægt og rólega að verða betri. Ég verð að reyna að vera bjartsýn og stefni á bikarhelgina. En það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ragnheiður en bikarhelgin hefst 9. mars og lýkur með úrslitaleik 12. mars. Ragnheiður segir að læknar hafi fá svör um það hvenær hún geti komið til baka eftir veikindin. „Þeir hafa sagt að það taki tíma að losna almennilega við veiruna úr líkamanum. Þetta eru ekki bara fimm dagar. Ég á að fara hægt og rólega af stað, flýta mér ekki um of, hlusta á líkamann og sjá til. Þetta er mikil óvissa. Læknar vita í raun ekkert heldur. Það er ekki langt síðan ég losnaði úr einangrun þannig að maður þarf að bíða í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig maður verður,“ sagði Ragnheiður. Ömurlegt að missa af landsleikjunum Hún hefur misst af síðustu leikjum Fram og gat vegna veikindanna ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ragnheiður lék mjög vel og skoraði sjö mörk þegar Ísland vann Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ragnheiður lætur vaða í leiknum gegn Serbíu í undankeppni EM.vísir/Jónína „Ég er mjög leið yfir þessu og þetta er ömurlegt því mér finnst ég loksins vera komin með almennilegt hlutverk í landsliðinu og líður vel. Ég var orðin mjög spennt fyrir þessu og að spila með Fram á þessum tíma. Ég hef alltaf átt mín bestu augnablik eftir áramót,“ sagði Ragnheiður. „Þetta er hræðileg tímasetning en ég verð að reyna að koma mér í gang sem fyrst.“ Þarf mikið til að halda henni frá keppni Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er Ragnheiður á sínu níunda tímabili í meistaraflokki. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Fram og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur Ragnheiður í tvígang orðið markadrottning efstu deildar. Frá því Ragnheiður byrjaði að spila með meistaraflokki haustið 2013 hefur hún varla misst úr leik, fyrr en nú. „Ég hef kannski misst af einum til tveimur leikjum síðan ég byrjaði. Það er því mikið sagt fyrst ég get ekki keppt,“ sagði Ragnheiður að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira