Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 11:20 Víða er bensínlítrinn kominn vel yfir 270 krónur. Getty/Tom Merton Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna. Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu. „Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ. Viðskiptaráð Íslands Meðaleyðsla dregist saman Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021. „Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“ Viðskiptaráð Íslands Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar. Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu. „Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ. Viðskiptaráð Íslands Meðaleyðsla dregist saman Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021. „Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“ Viðskiptaráð Íslands Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar.
Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Sjá meira
Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40