Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 09:26 WarnerMedia stefnir á að gera HBO Max aðgengilegt í 190 löndum fyrir lok ársins 2026. Getty/Jakub Porzycki Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. Um leið verður streymisveita bandaríska afþreyingarrisans WarnerMedia aðgengileg á 61 landsvæði í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku en Ísland er ekki þeirra á meðal. Reuters greinir frá því að til standi að gera þjónustuna aðgengilega í sex Evrópulöndum til viðbótar síðar á þessu ári, þar á meðal í Grikklandi og Tyrklandi. Morgunblaðið greindi frá þessu fyrst íslenskra miðla. WarnerMedia hefur áður gefið út að til standi að opna streymisveituna hérlendis síðar á þessu ári en ekki hefur verið gefin út nein dagsetning. HBO Max verður ekki aðgengilegt íbúum í Bretlandi, Þýskalandi og á Ítalíu næstu árin vegna réttindasamninga WarnerMedia við breska fjölmiðlafyrirtækið Sky. Barist um áskrifendur HBO Max hóf innreið sína í Evrópu í október síðastliðnum og hóf leik á Spáni og hinum Norðurlöndunum. Víða hefur verið boðið upp á ýmis opnunartilboð til að draga að fólk sem hefur þegar gerst áskrifendur að öðrum alþjóðlegum streymisveitum á borð við Netflix og Disney+. Áskriftarverð HBO Max er misjafnt eftir mörkuðum en fyrstu áskrifendur í Portúgal munu greiða lækkað afsláttarverð svo lengi sem það heldur áskriftinni, að sögn Johannes Larcher, framkvæmdastjóra HBO Max International. Svo var ekki á Norðurlöndunum og Spáni. Larcher segir að HBO Max hafi skráð nærri átta milljónir nýja áskrifendur utan Bandaríkjanna á seinasta ári. Eitt stærsta verkefni HBO um þessar mundir er þáttaröðin House of the Dragon sem gerist í söguheimi Game of Thrones. Mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna en Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum seríunnar á vef IMDB. Auk þess að innihalda efni frá HBO eru kvikmyndir og þættir Warner Bros, DC, TBS og Cartoon Network aðgengilegt á streymisveitunni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Um leið verður streymisveita bandaríska afþreyingarrisans WarnerMedia aðgengileg á 61 landsvæði í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku en Ísland er ekki þeirra á meðal. Reuters greinir frá því að til standi að gera þjónustuna aðgengilega í sex Evrópulöndum til viðbótar síðar á þessu ári, þar á meðal í Grikklandi og Tyrklandi. Morgunblaðið greindi frá þessu fyrst íslenskra miðla. WarnerMedia hefur áður gefið út að til standi að opna streymisveituna hérlendis síðar á þessu ári en ekki hefur verið gefin út nein dagsetning. HBO Max verður ekki aðgengilegt íbúum í Bretlandi, Þýskalandi og á Ítalíu næstu árin vegna réttindasamninga WarnerMedia við breska fjölmiðlafyrirtækið Sky. Barist um áskrifendur HBO Max hóf innreið sína í Evrópu í október síðastliðnum og hóf leik á Spáni og hinum Norðurlöndunum. Víða hefur verið boðið upp á ýmis opnunartilboð til að draga að fólk sem hefur þegar gerst áskrifendur að öðrum alþjóðlegum streymisveitum á borð við Netflix og Disney+. Áskriftarverð HBO Max er misjafnt eftir mörkuðum en fyrstu áskrifendur í Portúgal munu greiða lækkað afsláttarverð svo lengi sem það heldur áskriftinni, að sögn Johannes Larcher, framkvæmdastjóra HBO Max International. Svo var ekki á Norðurlöndunum og Spáni. Larcher segir að HBO Max hafi skráð nærri átta milljónir nýja áskrifendur utan Bandaríkjanna á seinasta ári. Eitt stærsta verkefni HBO um þessar mundir er þáttaröðin House of the Dragon sem gerist í söguheimi Game of Thrones. Mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna en Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum seríunnar á vef IMDB. Auk þess að innihalda efni frá HBO eru kvikmyndir og þættir Warner Bros, DC, TBS og Cartoon Network aðgengilegt á streymisveitunni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28
Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46