Útskýrði myndina undarlegu sem hann birti eftir sigurinn gegn Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:01 Myndin sem er ræðir. Ef vel er að gáð má sjá að átt hefur verið við myndina. Twitter/HarryMaguire93 Harry Maguire birti ansi skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni eftir sigur Manchester United á erkifjendum sínum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Maguire hefur nú útskýrt af hverju myndin er eins og hún er. Maguire hefur líkt og aðrir leikmenn Man United fengið töluverða gagnrýndi á sig að undanförnu. Þá hefur mikið verið rætt og ritað um fyrirliðaband Man United en Maguire ber það í dag. Ofan á allt sem hefur gengið á hjá félaginu þá hafði það ekki skorað mark eftir fast leikatriði fyrr en kom að leik helgarinnar. Maguire stangaði þá hornspyrnu Luke Shaw í netið og fagnaði vel og innilega. Eftir leik birti hann mynd af því er hann renndi sér á hnjánum á rennandi blautu grasinu á Elland Road fyrir framan stuðningsfólk Leeds United. Ef vel var að gáð mátti þó sjá að átt hafði verið við myndina. Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum og velti fólk fyrir sér hvaða ástæðu Maguire hefði fyrir því að birta mynd sem hefði augljóslega verið átt við. Hann útskýrði það á endanum í dag. „Til allra sem eru að spyrja, þetta er góður vinur minn og mikill stuðningsmaður Leeds United. Hann var á vellinum en ekki í myndinni. Hann hefur verið að skjóta á okkur alla vikuna svo mér datt í hug að bæta honum við á myndina,“ sagði Maguire á Twitter-síðu sinni í dag. For everyone asking, it s my good mate, a big Leeds fan. He was at the ground but not in the pic. He s been giving us some stick all week so thought I d add him in — Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 21, 2022 Sigur Manchester United á Leeds United þýðir að liðið er nú með 46 stig í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum minna en Chelsea sem situr í 3. sætinu með leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Maguire hefur líkt og aðrir leikmenn Man United fengið töluverða gagnrýndi á sig að undanförnu. Þá hefur mikið verið rætt og ritað um fyrirliðaband Man United en Maguire ber það í dag. Ofan á allt sem hefur gengið á hjá félaginu þá hafði það ekki skorað mark eftir fast leikatriði fyrr en kom að leik helgarinnar. Maguire stangaði þá hornspyrnu Luke Shaw í netið og fagnaði vel og innilega. Eftir leik birti hann mynd af því er hann renndi sér á hnjánum á rennandi blautu grasinu á Elland Road fyrir framan stuðningsfólk Leeds United. Ef vel var að gáð mátti þó sjá að átt hafði verið við myndina. Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum og velti fólk fyrir sér hvaða ástæðu Maguire hefði fyrir því að birta mynd sem hefði augljóslega verið átt við. Hann útskýrði það á endanum í dag. „Til allra sem eru að spyrja, þetta er góður vinur minn og mikill stuðningsmaður Leeds United. Hann var á vellinum en ekki í myndinni. Hann hefur verið að skjóta á okkur alla vikuna svo mér datt í hug að bæta honum við á myndina,“ sagði Maguire á Twitter-síðu sinni í dag. For everyone asking, it s my good mate, a big Leeds fan. He was at the ground but not in the pic. He s been giving us some stick all week so thought I d add him in — Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 21, 2022 Sigur Manchester United á Leeds United þýðir að liðið er nú með 46 stig í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum minna en Chelsea sem situr í 3. sætinu með leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira