Skorað þrennu í fjórum af fimm bestu deildum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 20:31 Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu um helgina. Quality Sport Images/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í 4-1 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur nú skorað þrennu i fjórum af fimm bestu deildum Evrópu. Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn