Skorað þrennu í fjórum af fimm bestu deildum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 20:31 Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu um helgina. Quality Sport Images/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu í 4-1 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur nú skorað þrennu i fjórum af fimm bestu deildum Evrópu. Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Aubameyang – sem gekk nýverið í raðir Börsunga frá Skyttunum – skoraði þrjú af fjórum mörkum Barcelona er liðið vann stórsigur um helgina. Hann vissi lítið af þrennunni þar sem þriðja markið var ekki skráð á hann fyrr en að leik loknum. Þennan þýðir að hinng 32 ára gamli Aubameyang er eini leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fjórum af fimm sterkustu deildum álfunnar. Fyrsta þrennan kom í febrúar 2012 er hann lék með Saint-Étienne í Frakklandi. Tæpu ári síðar gekk framherjinn til liðs við Borussia Dortmund og það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Eftir að hafa gengið til liðs við Arsenal í janúar 2018 þá þurfti Aubameyang að bíða dágóða stund þangað til hann skoraði þrennu í ensku úrvalsdeildinni. Hún kom loks gegn Leeds United í febrúar á síðasta ári er Arsenal vann 4-2 sigur. Only one player has scored a hat trick in Ligue 1, the Bundesliga, the Premier League and La Liga this century...Pierre-Emerick Aubameyang pic.twitter.com/JV6dCkxHGb— B/R Football (@brfootball) February 21, 2022 Áður hafði Aubameyang skorað þrennu í Evrópudeildinni, líkt og um helgina var það gegn Valencia. Sigur helgarinnar þýðir að Barcelona er í 4. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með 42 stig. Er það fjórum stigum minna en Real Betis sem situr í 3. sætinu eftir að hafa leikið leik meira. Talið var að Börsungar væru að skjóta sig í fótinn með að sækja útbrunninn Aubameyang í janúarglugganum en ef marka má leikinn gegn Valencia virðist framherjinn frá Gabon eiga töluvert eftir í tankinum og hver veit nema hann bæti við annarri þrennu áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira